Frjálsi lífeyrissjóðurinn

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er lögbundinn lífeyrissjóður og var stofnaður árið 1978 af Fjárfestingarfélagi Íslands. Í upphafi gátu sjóðfélagar ráðstafað öllum lífeyrissparnaði sínum í erfanlega séreign. Hinsvegar með tilkomu laga nr. 129/1997 var sjóðurinn skyldaður til að stofna tryggingadeild. Frjálsi hélt þó áfram að bjóða sjóðfélögum upp á að meirihluti skyldusparnaðar þeirra rynni í erfanlega séreign, en erfanleg séreign úr skyldusparnaði hefur verið eitt af sérkennum Frjálsa í gegnum tíðina. 

Frjálsi hefur ávallt verið opinn öllum sem í hann vilja greiða og án skylduaðildar. Rúmlega 58 þúsund einstaklingar hafa nú valið að greiða til Frjálsa og heildareignir sjóðsins eru um 230 milljarðar króna. Sjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.

Frjálsi er stærsti séreignarsjóður landsins og meirihluti eigna sjóðsins er séreign sjóðfélaga hans. Allar greiðslur sem bárust í Frjálsa fyrir 1. júlí 1999 runnu í frjálsa séreign, en skyldusparnaður sem borist hefur í sjóðinn eftir þann tíma rennur í þá skyldusparnaðarleið sem sjóðfélagi hefur valið. Frjálsi tekur einnig við viðbótarsparnaði sem rennur óskipt í séreign sjóðfélaga.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ávallt útvistað öllum rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis. Arion banki hefur séð um rekstur sjóðsins frá 2008.

Teiknuð mynd - ský og vindur

Stjórn og framkvæmdastjóri

 
frjalsi-stjorn-arnaldur.png (131185 bytes)

Arnaldur Loftsson

Framkvæmdastjóri, fæddur 1970
 • Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins frá 2004
 • Framkvæmdastjóri Séreignalífeyrissjóðsins 2001-2004
 • Nefndarmaður í fræðslunefnd Landssamtaka lífeyrissjóða
 • BS í Business Communication
 • Próf til löggildingar í verðbréfamiðlun
 • Próf til löggildingar í vátryggingamiðlun
Stjórnarseta í öðrum stjórnum:
 • Landssamtök lífeyrissjóða
frjalsi-stjorn-asdiseva.png (120893 bytes)

Ásdís Eva Hannesdóttir

Formaður stjórnar, fædd 1958
 • Viðskiptafræðingur MBA
 • Kosin fyrst á ársfundi 2002
 • Framkvæmdastjóri Norræna félagsins á Íslandi 
frjalsi-stjorn-magnuspalmi.png (120496 bytes)

Magnús Pálmi Skúlason

Varaformaður, fæddur 1975
 • Héraðsdómslögmaður
 • Lögmaður hjá Lögskipti
 • Kosinn fyrst á ársfundi 2011
Stjórnarseta í öðrum stjórnum:
 • Xyzeta ehf. formaður
 • Vörukaup ehf. formaður
 • Advance formaður
 • Somos formaður
 • Green atlantic Data Centers ehf. formaður
 • Lögskipti ehf. formaður
frjalsi-stjorn-annasigridur.png (127952 bytes)

Anna Sigríður Halldórsdóttir

Stjórnarmaður, fædd 1978
 • Hagfræðingur, MPM
 • Kosin fyrst á ársfundi 2013
 • Sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands
frjalsi-stjorn-elias.png (127005 bytes)

Elías Jónatansson

Stjórnarmaður, fæddur 1959
 • Véla- og iðnaðarverkfræðingur
 • Skipaður fyrst af Arion banka 2007
 • Orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða
frjalsi-stjorn-elin.png (136795 bytes)

Elín Þórðardóttir

Stjórnarmaður, fædd 1963
 • Rekstrarhagfræðingur
 • Skipuð fyrst af Arion banka 2009
 • Fjármálastjóri Árvakurs
Stjórnarseta í öðrum stjórnum:
 • Nordic Photos
 • GNEIS Ehf.
frjalsi-stjorn-halldorfridrik.png (129246 bytes)

Halldór Friðrik Þorsteinsson

Stjórnarmaður, fæddur 1967
 • Cand Oecon, HÍ 1993
 • BA í heimsspeki, HÍ 1995
 • Loggiltur verðbréfamiðlari 1998
 • Kosinn fyrst á ársfundi 2018
 • Stofnandi H.F. Verðbréfa 
 • Meðeigandi í Stokki, Kind Sheep og Alfreð
Stjórnarseta í öðrum stjórnum:
 • Stjórnarformaður Stokks software Ehf.
frjalsi-stjorn-jong.png (130203 bytes)

Jón Guðni Kristjánsson

Stjórnarmaður, fæddur 1944
 • Lögfræðingur
 • Skipaður fyrst af Arion banka 2014
Stjórnarseta í öðrum stjórnum:
 • Foss fasteignafélag

Varamenn í stjórn

 • Hrafn Árnason
 • Rebekka Jóelsdóttir
 • Sigrún Ósk Þorgeirsdóttir
 • Sigurður H. Ingimarsson

Endurskoðunarnefnd

 • Elín Þórðardóttir, formaður
 • Jón G. Kristjánsson
 • Anna Sigríður Halldórsdóttir