Nýliðar

Hvað veist þú um lífeyrismál?

Við erum ekki öll eins og því mikilvægt að hafa frelsi til að velja

Frjálsi er ólíkur flestum öðrum lífeyrissjóðum að því leyti að sjóðfélögum býðst að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar síns í erfanlega séreign en séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur. Hjá Frjálsa hefur þú val. Þú velur t.d. skyldusparnaðarleið eftir því hvaða hlutfall samtryggingar og séreignar þú telur henta þér.

Frjálsa leiðin

Fyrir þá sem vilja hámarka sveigjanleika.

44%

Frjáls séreign er laus til útborgunar eftir hentugleikum frá 60 ára aldri og erfist að fullu.

56%

Samtrygging tryggir þér ellilífeyri allt frá 60 ára aldri til æviloka, ásamt rétti til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Erfanlega leiðin

Fyrir þá sem vilja hámarka erfanleika.

34%

Frjáls séreign er laus til útborgunar eftir hentugleikum frá 60 ára aldri og erfist að fullu.

42%

Bundin séreign er laus til mánaðarlegrar útborgunar allt frá 60 ára aldri til að lágmarki 82 ára aldurs og erfist að fullu.

24%

Samtrygging tryggir þér ellilífeyri allt frá 82 ára aldri til æviloka, ásamt rétti til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Þú velur þér fjárfestingarleið fyrir sparnaðinn eða ævilínu svo inneignin færist sjálfkrafa milli leiða eftir aldri og þannig er tekin minni áhætta eftir því sem við verðum eldri.

Svo getur þú líka kosið í stjórn en í stjórn lífeyrissjóðsins eru bara sjóðfélagar. Þín skoðun skiptir máli!

Réttindaávinnsla er aldurstengd en það þýðir að iðgjald sem greitt er á yngri árum veitir meiri réttindi en það sem greitt er síðar því það ávaxtast í lengri tíma.

Erfanleg séreign

Hjá Frjálsa getur þú ráðstafað meirihluta skyldusparnaðar í erfanlega séreign sem erfist við fráfall.

Frjálsi er í Arion appinu

Frjálsi leggur mikið upp úr góðri þjónustu við sína sjóðfélaga. Þú getur fylgst með lífeyrissparnaðinum hvenær sem er í Arion appinu og framkvæmt allar helstu aðgerðir.

Vilt þú 2% launahækkun?

Þú getur gert samning um viðbótarsparnað hjá Frjálsa. Með því færðu 2% launahækkun í formi mótframlags atvinnurekanda.

Viðbótarsparnaður er að fullu erfanlegur og hann er hægt að nýta skattfrjálst við fjármögnun húsnæðis.

Lán

Sjóðfélögum Frjálsa stendur til boða að taka lán með veð í íbúðahúsnæði.

Langtímasparnaður

Lífeyrissparnaður er langtímasparnaður og ávöxtun Frjálsa til lengri tíma er góð. Við fjárfestingarákvarðanir er áhersla lögð á ábyrgar fjárfestingar.

Nánari upplýsingar um stjórn, stefnur og rekstrarfyrirkomulag sjóðsins má nálgast hér.