Tilgreind séreign
Neðangreint á ekki við um sjóðfélaga sem greiða skyldusparnað sinn í Frjálsa lífeyrissjóðinn, hækkað mótframlag þeirra fer í frjálsa séreign.
- Sjóðfélögum fjölda lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði er heimilað að ráðstafa hluta af skylduiðgjaldi í svokallaða tilgreinda séreign frá 1. júlí 2017.
- Hægt er að ráðstafa allt að 2% af launum frá 1. júlí 2017 og 3,5% frá 1. júlí 2018.
- Velji sjóðfélagar þessara sjóða ekkert fer öll hækkun á mótframlagi viðkomandi í samtryggingu.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn - valkostur fyrir sjóðfélaga annarra lífeyrissjóða
- Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður sjóðfélögum annarra lífeyrissjóða að ávaxta tilgreinda séreign sína í sjóðnum.
- Frjálsi lífeyrissjóðurinn er margverðlaunaður lífeyrissjóður sem leggur áherslu á gagnsæi og séreignarmyndum. Sjóðurinn býður sjóðfélögum einnig upp á hagstæð lífeyrissjóðslán til að fjármagna kaup á íbúðarhúsnæði.
- Hægt er að sækja um reglulegan sparnað í tilgreinda séreign hjá Frjálsa með því að fylla út umsóknina hér fyrir neðan.
- Frjálsi lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga að kynna sér reglur og aðrar upplýsingar varðandi valið á milli samtryggingar og tilgreindrar séreignar hjá þeim lífeyrissjóði sem rétthafi greiðir samtryggingarhluta lágmarksiðgjaldsins til.
Samningur um tilgreinda séreign
Athugið: Í þeim tilvikum sem lífeyrissjóður sendir greiðslu til Frjálsa í stað launagreiðanda, þurfa sjóðfélagar að fylla út viðeigandi eyðublöð hjá viðkomandi sjóði.