Skyldusparnaður

Frjálsi er ólíkur flestum öðrum lífeyrissjóðum að því leyti að sjóðfélögum býðst að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar síns í erfanlega séreign.

Frjálsi er góður kostur fyrir þá sem hafa val um lífeyrissjóð og vilja að lífeyrissparnaðurinn sinn erfist. Séreignarhluti skyldusparnaðarins veitir þér einnig aukinn sveigjanleika í útgreiðslum.

Helstu kostir:

  • Erfanleiki
  • Sveigjanleiki í útgreiðslum
  • Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir
  • Ævilöng eftirlaun
  • Örorku-, maka- og barnalífeyrir

Sækja um skyldusparnað

Ertu enn í vafa?

Reiknaðu dæmið hér fyrir neðan!

Val á leið

Frjálsi býður upp á tvær leiðir fyrir skyldusparnað sem sjóðfélagar geta valið um. Frjálsa leiðin býður upp á mestan sveigjanleika þegar kemur að útgreiðslum en Erfanlega leiðin býður upp á mestan erfanleika.

Þú getur breytt um leið hvenær sem er í Arion appinu eða á Mínum síðum Frjálsa.

Frjálsa leiðin

Fyrir þá sem vilja hámarka sveigjanleika.

44%

Frjáls séreign er laus til útborgunar eftir hentugleikum frá 60 ára aldri og erfist að fullu.

56%

Samtrygging tryggir þér ellilífeyri allt frá 60 ára aldri til æviloka, ásamt rétti til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Erfanlega leiðin

Fyrir þá sem vilja hámarka erfanleika.

34%

Frjáls séreign er laus til útborgunar eftir hentugleikum frá 60 ára aldri og erfist að fullu.

42%

Bundin séreign er laus til mánaðarlegrar útborgunar allt frá 60 ára aldri til að lágmarki 82 ára aldurs og erfist að fullu.

24%

Samtrygging tryggir þér ellilífeyri allt frá 82 ára aldri til æviloka, ásamt rétti til örorku-, maka- og barnalífeyris.

Reiknaðu út þinn skyldusparnað

Í útgreiðslureiknivél Frjálsa getur þú sett inn þínar forsendur og séð áætlaða útgreiðslu við starfslok.

Fyrirvari

Fyrirvari

Útreikningarnir miða við uppgefnar forsendur og gildandi samþykktir sjóðsins. Gert er ráð fyrir að ávöxtun sé 3,5% á ári og að greitt sé mánaðarlega 15,5% iðgjald af launum skv. flestum kjarasamningum en lágmarksiðgjald skv. lögum er 12%. Þegar sjóðfélagi hefur náð 60 ára aldri er frjáls séreign laus til útgreiðslu og hægt að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu. Þegar sjóðfélagi hefur náð 60 ára aldri geta útgreiðslur bundinnar séreignar fyrst hafist og tryggja mánaðarlegan ellilífeyri til 82, 83, 84 eða 85 ára aldurs eftir vali sjóðfélaga. Útgreiðslur mánaðarlegs ævilangs ellilífeyris úr samtryggingarsjóði í Frjálsu leiðinni geta fyrst hafist 60 ára og í síðasta lagi 80 ára. Útgreiðslur úr samtryggingarsjóði í Erfanlegu leiðinni geta fyrst hafist þegar útgreiðslum úr bundinni séreign lýkur, í fyrsta lagi 82 ára og í síðasta lagi 85 ára eftir vali sjóðfélaga. Athugið að niðurstaðan úr reiknivélinni er eingöngu dæmi sem er sett til viðmiðunar og breytist ef forsendur um aldur, mánaðarlaun, iðgjald, ávöxtun, upphafsaldur lífeyris og útborgunartímabil séreignar breytast.

Fjárfestingarleiðir

Frjálsi býður upp á fjórar misáhættumiklar fjárfestingarleiðir fyrir séreign sem sjóðfélagar geta valið um. Flestir sjóðfélagar velja Ævilínu, en þá færist inneign þín sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða 1-3.

Þú getur líka breytt um fjárfestingarleið hvenær sem er í Arion appinu og á Mínum síðum Frjálsa.

Fjárfestingarstefna Eignasamsetning Ávöxtun

Ævilína

Frjálsi 1 - 54 ára og yngri

Þessi leið hentar fólki á aldrinum 54 ára og yngri sem þola skammtímasveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa 1 er hlutfall hlutabréfa hæst af þeim leiðum sem eru hluti af Ævilínu.

13%

Innlend hlutabréf

6%

Sérhæfðar innlendar fjárfestingar

31%

Erlend hlutabréf

4%

Erlend skuldabréf *

36%

Innlend skuldabréf *

10%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

Ævilína

Frjálsi 2 - 55 ára og eldri

Þessi leið hentar fólki á aldrinum 55 ára og eldri sem vill lágmarka skammtímasveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa 2 er hlutfall skuldabréfa hátt og má því búast við að langtímaávöxtun verði jafnari en í Frjálsa 1.

6%

Innlend hlutabréf

3%

Sérhæfðar innlendar fjárfestingar

16%

Erlend hlutabréf

3%

Erlend skuldabréf *

66%

Innlend skuldabréf *

6%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

Ævilína

Frjálsi 3 - lífeyrisþegar

Þessi leið er ætluð lífeyrisþegum og öðrum sem vilja lágmarkssveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa 3 er stærsti hluti safnsins í stuttum ríkistryggðum skuldabréfum og innlánum.

100%

Innlend skuldabréf *

Frjálsi áhætta

Þessi leið er ekki hluti af Ævilínu en er ætluð þeim sem eru tilbúin að taka áhættu með von um góða ávöxtun til langs tíma og þola skammtímasveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa áhættu er hlutfall hlutabréfa og hlutabréfatengdra afurða hæst og má því búast við að langtímaávöxtun verði hærri en í öðrum leiðum en að sami skapi eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun.

21%

Innlend hlutabréf

7%

Sérhæfðar innlendar fjárfestingar

42%

Erlend hlutabréf

1%

Erlend skuldabréf *

22%

Innlend skuldabréf *

7%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

* Innlán eru flokkuð undir skuldabréf

 

Fjárfestingarstefnu tryggingadeildar má sjá hér.

Spurt og svarað