Fjárfestingarstefnan þín

Í skyldusparnaði Frjálsa býðst þér að velja á milli tveggja skyldusparnaðarleiða, Erfanlegu leiðarinnar og Frjálsu leiðarinnar, auk fjögurra fjárfestingarleiða fyrir séreign, Frjálsa 1,2,3 og áhættu. Hvernig þú háttar þessu vali segir til um hver þín fjárfestingarstefna verður.

Fjárfestingarstefna ræður mestu um hver ávöxtun verður á lífeyrissparnaði þínum. Hvort heldur sem þú velur Erfanlegu leiðina eða Frjálsu leiðina þá er hluta af skylduiðgjaldi þínu ráðstafað í samtryggingu Frjálsa. Markmið fjárfestingarstefnu tryggingadeildar Frjálsa, sem samtryggingu er ráðstafað í, er að lágmarka líkur á að skerða þurfi réttindi sjóðfélaga. Af þeim sökum, og í ljósi þess að sjóðfélagar geta valið sér áhættustig fyrir séreignina, er stefnan heldur aðhaldssöm í samanburði við aðra lífeyrissjóði sem ráðstafa öllu skylduiðgjaldinu í samtryggingu.

Til þess að mæta aðhaldssamri fjárfestingarstefnu tryggingadeildar býður Frjálsi upp á fjórar misáhættumiklar fjárfestingarleiðir fyrir séreign svo þú getur valið þá fjárfestingarstefnu sem þér hentar. Fjárfestingarstefna þín ræðst því af vali þínu á skyldusparnaðarleið og fjárfestingarleið séreignar.

Hér getur þú séð ólíkar útfærslur á fjárfestingarstefnu eftir vali á skyldusparnaðarleið og fjárfestingarleið.

 

Mynd 1: Fjárfestingarstefnur hverrar leiðar m.v. 15,5% skylduiðgjald eftir Frjálsu leiðinni

 

Mynd 2: Fjárfestingarstefnur hverrar leiðar m.v. 15,5% skylduiðgjald eftir Erfanlegu leiðinni

 

Eins og áður sagði þá ræður fjárfestingarstefna mestu um ávöxtun. Sjóðfélagi sem er tilbúinn að velja áhættusama fjárfestingarstefnu gerir það með von um hærri ávöxtun en ella. Myndirnar hér að neðan sýna nafnávöxtun samsettrar fjárfestingarstefnu allra leiða til skemmri og lengri tíma. Þó ber að hafa í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.

Mynd 3: Vegin ávöxtun m.v. 15,5% skiptingu skylduiðgjalds

 

Mynd 4: Vegin ávöxtun á ársgrundvelli m.v. 15,5% skiptingu skylduiðgjalds