Frjálsi er kominn
í Arion appið
Nú geta sjóðfélagar Frjálsa fylgst með séreignarsparnaði sínum í Arion appinu og brátt séð réttindi úr samtryggingu líka ásamt því að geta framkvæmt allar helstu aðgerðir á einfaldan og fljótlegan hátt. Arion appið er opið öllum og því ekki nauðsynlegt að vera í bankaviðskiptum við Arion banka til að nýta sér kosti þess að hafa heildstæða yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn sinn hjá Frjálsa í appi.
Ef þú ert ekki með viðbótarsparnað hjá Frjálsa nú þegar getur þú stofnað hann í Appinu með nokkrum smellum. Þú getur líka sameinað annan séreignarsparnað á einn stað með einföldum hætti.
Í appinu getur þú meðal annars:
- Stofnað viðbótarsparnað hjá Frjálsa
- Séð stöðuna á lífeyrissparnaði þínum hjá Frjálsa
- Séð þróun séreignarsparnaðar frá upphafi og ávöxtun hans
- Skoðað áætlaða inneign í séreignarsparnaði við starfslok og mánaðarlega útgreiðslu
- Fengið yfirlit yfir sjóðfélagalán og greitt inn á lánið
- Séð upplýsingar um ráðstöfun viðbótarsparnaðar við húsnæðiskaup
- Séð upplýsingar um greiðslur inn á íbúðarlán og hvort greiðslur séu virkar
Þetta og meira til er að finna í Arion appinu fyrir sjóðfélaga Frjálsa.


Viðbótarsparnaður
Viðbótarsparnaður er hentug leið til að spara og getur nýst bæði til að fjárfesta í húsnæði og til að auka ráðstöfunartekjur eftir 60 ára aldur.
Við starfslok lækka almennt ráðstöfunartekjur en viðbótarsparnaður er hagkvæm leið til að brúa bilið.
Helstu kostir:
- 2% launahækkun í formi mótframlags
- Erfanleiki
- Skattalegt hagræði
- Hagkvæm fjármögnun á húsnæði
Viðbótarsparnaður margborgar sig.
Skyldusparnaður
Frjálsi er ólíkur flestum öðrum lífeyrissjóðum að því leyti að sjóðfélögum býðst að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar síns í erfanlega séreign.
Frjálsi er góður kostur fyrir þá sem hafa val um lífeyrissjóð og vilja að lífeyrissparnaðurinn sinn erfist. Séreignarhluti skyldusparnaðarins veitir þér einnig aukinn sveigjanleika í útgreiðslum.
Helstu kostir:
- Erfanleiki
- Sveigjanleiki í útgreiðslum
- Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir
- Ævilangur ellilífeyrir
- Örorku-, maka- og barnalífeyrir
