Viðbótarsparnaður og íbúðakaup
Það eru tvö úrræði í boði sem gera þér kleift að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til að létta þér íbúðakaupin. Annað úrræðið gildir fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð en hitt úrræðið gildir fyrir þá sem hafa átt íbúð áður. Bæði úrræðin virka á sama hátt, þó að mismunandi reglur gildi um þau, en viðbótarsparnaðinn má nýta með tvennskonar hætti.
- Þú getur tekið uppsöfnuð iðgjöld út í eingreiðslu til að fjármagna íbúðakaupin
- Þú getur valið að ráðstafa iðgjöldum reglulega inn á lánið þitt
Umsóknarferlið
Umsóknarferlið
Umsóknarferlið
Umsóknarferlið
Greiðsluupplýsingar
Eingreiðslur eru greiddar út tvisvar í mánuði, annars vegar 15. hvers mánaðar og hins vegar síðasta virka dag hvers mánaðar.
Greiðslur inn á lán eru almennt afgreiddar mánaðarlega en þó aldrei sjaldnar en á 3 mánaða fresti.
Í Arion appinu er einfalt að fylgjast með stöðunni á sparnaðinum þínum og hvort greiðslur inn á lán séu virkar.

Algengar spurningar
Hvaða úrræði og leiðir eru í boði fyrir skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarsparnaðar?
Úrræðin um skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eru tvö:
- Sótt er um úrræði fyrstu íbúðar á skattur.is ef minna en 12 mánuðir eru frá kaupsamningi fyrstu íbúðar. Úrræðið nær yfir tíu ára samfellt tímabil að vali umsækjanda sbr. lög nr. 111/2016.
- Sótt er um almenna úrræðið á leidretting.is ef ekki er um fyrstu íbúðakaup að ræða eða ef meira en tólf mánuðir eru frá kaupsamningi fyrstu íbúðar. Úrræðið nær yfir níu ára tímabil frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2023 sbr. lög nr. 129/1997.
Grunnreglur og umsóknarferli úrræðanna eru sambærileg en aðgreiningin felst í mismunandi sérreglum hvors úrræðis um sig. Sömu tvær leiðirnar eru í boði innan hvors úrræðis fyrir sig og nýta margir báðar leiðirnar:
- Húsnæðissparnaður - uppsöfnuð iðgjöld frá 1. júlí 2014 vegna þeirra launatímabila sem þú varst ekki íbúðaeigandi. Sá sem hefur verið íbúðaeigandi óslitið frá 1. júlí 2014 getur ekki sótt um húsnæðissparnað.
- Regluleg ráðstöfun inn á lán - framtíðariðgjöld launatímabila frá því að sótt er um ráðstöfun þar til tímabili úrræðis lýkur. Sá tími sem líður frá íbúðakaupum og þar til sótt er um nýtist ekki.
Spurt og svarað á því við um bæði úrræðin nema annað sé tekið fram.
Hvaða sjö grunnreglur gilda um bæði úrræðin tvö?
- Framlag launþega er skilyrði, framlag launagreiðanda er ekki fullnægjandi eitt og sér.
- Lágmarksiðgjald launþega er 2% eða að lágmarki jafnhátt viðbótariðgjaldi launagreiðanda.
- Hámarksiðgjald launþega er 4% og hámarksiðgjald launagreiðanda er 2%.
- Gildir eingöngu um viðbótariðgjöld, ekki um ávöxtun þeirra.
- Greiðsla er ekki framkvæmanleg fyrr en launagreiðendur hafa gert skil á viðbótariðgjöldum til vörsluaðila.
- Með því að velja fulla nýtingu veitir umsækjandi vörsluaðila heimild til að ráðstafa eins miklu og hægt er inn á lán.
- Með því að velja takmarkaða nýtingu takmarkast heimild vörsluaðila við þá fjárhæð sem umsækjandi skráir.
Vegna ofangreindra takmarkana er ráðlegt að gera raunhæfar væntingar hvað varðar fjárhæðir. Reynslan sýnir að sumir búast við að fá alla uppsafnaða séreign greidda sem húsnæðissparnað en svo er ekki þar sem úrræðin gilda ekki um ávöxtunarhluta, eingöngu iðgjaldahluta og að hámarki 4%+2%. Þá gilda þau eingöngu um viðbótarsparnað, ekki erfðaséreign eða um séreign vegna skyldusparnaðar. Hvað tímasetningu varðar þá er raunhæfara að húsnæðissparnaður nýtist sem afsalsgreiðsla fremur en fyrsta útborgun.
Hvaða sérreglur gilda um hvort úrræði fyrir sig og hvar sæki ég um?
Smelltu hér til að skoða töflu með þeim sérreglum sem aðgreina almenna úrræðið frá úrræði fyrstu íbúðar.
Ég hef ekki átt íbúð í 5 ár, get ég nýtt mér úrræði fyrstu íbúðar?
Þú getur nýtt þér „úrræði fyrstu íbúðar“ þó þú sért ekki lengur eigandi að þinni fyrstu íbúð, ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
- Ef þú hefur ekki átt íbúð síðastliðin 5 ár fyrir umsókn.
- Ef tekjuskattstofn þinn + heildarfjármagnstekjur eru 11.125.045 kr. eða lægri.
- Ef maki/samskattaður aðili, ef við á, uppfyllir ofangreind skilyrði einnig.
Þeir sem falla undir „úrræði fyrstu íbúðar“ geta nýtt tilgreinda séreign skattfrjálst, auk viðbótarsparnaðar. Nýting tilgreindrar séreignar er ekki háð því skilyrði að rétthafi greiði viðbótariðgjöld. Greiði rétthafi viðbótariðgjöld skulu þau, að meðtöldu mótframlagi frá launagreiðanda, þó fullnýtt áður en tilgreind séreign er nýtt í þessu skyni. Tilgreindri séreign skal ekki ráðstafað inn á lán fyrr en fyrir liggur að loknu almanaksári að hvaða marki hámarksfjárhæð skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 111/2016 hefur verið nýtt með greiðslu viðbótar-iðgjalds. Ráðstöfun tilgreindrar séreignar inn á lán skal að jafnaði vera í formi eingreiðslu. Nýta má iðgjöld vegna tilgreindrar séreignar sem greidd eru vegna starfa frá og með 1. janúar 2023.
Þeir sem eru í „almenna úrræðinu“ hafa ekki heimild til nýtingar tilgreindrar séreignar. Aðeins þeir sem falla undir „úrræði fyrstu íbúðar“ hafa heimild til nýtingar tilgreindrar séreignar - bæði þeir sem hafa aldrei átt íbúð og þeir sem falla undir 5 ára regluna.
Það er svolítið síðan ég keypti íbúð, er orðið of seint að nýta þessi skattfrjálsu úrræði?
Það er orðið of seint að nýta úrræði fyrstu íbúðar ef liðnir eru meira en 12 mánuðir frá því að kaupsamningur var gerður. En hvort sem þú ert eigandi þinnar fyrstu íbúðar eða annarra íbúða þá gætirðu mögulega nýtt almenna úrræðið.
- Þú getur ekki sótt um húsnæðissparnað hafir þú verið íbúðaeigandi allt tímabilið frá 01.07.2014 og til dagsins í dag.
- Þú getur hins vegar sótt um húsnæðissparnað sem er í raun uppsöfnuð eingreiðsla til íbúðakaupa, hafir þú ekki verið íbúðaeigandi eða verið íbúðaeigandi hluta af tímabilinu. Skattfrelsið gildir um uppsöfnuð viðbótariðgjöld (hámark 4%+2% en ekki ávöxtun) þeirra launatímabila sem þú varst ekki íbúðaeigandi, frá 01.07.2014 eða síðar og til kaupdags íbúðar.
- Þú getur sótt um reglulegar greiðslur inn á lán. Umsóknin gildir ekki aftur í tímann heldur gildir skattfrelsið eingöngu um framtíðariðgjöld (hámark 4%+2%, ekki ávöxtun) launatímabila frá því að þú sækir um hjá RSK þar til úrræði lýkur þann 30.06.2023.
Hvað geri ég til að nýta almenna úrræðið til 30. júní 2023?
Ef þú varst með virka umsókn í almenna úrræðinu til 30. júní 2021:
- Umsókn gilti óslitið frá 1. júlí 2021 ef þú sóttir um framlengingu 30. september 2021 eða fyrr, en ef þú gerðir ekkert þá féll umsókn úr gildi.
- Umsókn gildir á ný frá umsóknarmánuði ef þú sækir um 1. október 2021 eða síðar.
Ef þú varst ekki með virka umsókn til 30. júní 2021:
- Það er enn hægt að sækja um almenna úrræðið, umsókn um ráðstöfun inn á lán gildir þá bara frá umsóknarmánuði til 30.06.2023. Svo er líka hægt að sækja um húsnæðissparnað í eingreiðslu hafir þú ekki verið íbúðaeigandi einhvern hluta tímabilsins frá 1. júlí 2014 en á sama tíma greitt í viðbótarsparnað.
Hvernig nýti ég þessi skattfrjálsu úrræði sem best?
- Krónutölulega séð nýtist skattfrelsið best ef umsækjandi nær að fullnýta hámarksheimild hvers árs fyrir sig. Sumir ná betri heildarnýtingu krónutölulega séð ef „húsnæðissparnaður" væri ekki nýttur eða nýttur í styttri tíma en „reglulegar greiðslur inn á lán" nýttar til lengri tíma. Því fyrr sem byrjað er að leggja fyrir í viðbótarsparnað því meiri húsnæðissparnað hefur umsækjandi möguleika á að nýta þegar þar að kemur og því fyrr sem sótt er um ráðstöfun inn á lán, því fleiri launatímabil nýtast.
- Einstaklingur með 695.000 kr. og samskattaðir aðilar með samtals 1.042.000 kr. í mánaðarlaun ná að fullnýta skattfrelsið ár hvert með 4%+2% iðgjaldi en heimild til ráðstöfunar inn á lán færist ekki á milli ára.
- Þeir sem eru með lægri mánaðarlaun og lægra framlag í viðbótarsparnað en í dæminu hér á undan eiga því ekki möguleika á nýta heimild ársins að fullu.
- Raunin er hins vegar sú þar sem útborgun/afsalsgreiðsla er oft flöskuháls við íbúðakaup þá sækja margir um „húsnæðissparnað" jafnvel þó hámarksheimild hvers árs nýtist þeim ekki að fullu ( t.d. vegna lágra launa, lágs starfshlutfalls eða af því að framlag launþega er 2% en ekki 4%).
- Allt er þetta hins vegar háð aðstæðum og val hvers umsækjanda fyrir sig og hvaða leið sem farin er, þá er ágætt að átta sig á kostunum í stöðunni og taka meðvitaða ákvörðun, svo að ekkert komi á óvart síðar.
- Einstaklingur í almenna úrræðinu mun á endanum eiga 4,5 milljónum kr. meira í íbúð sinni m.v. fulla nýtingu og framlengingu en samskattaðir aðilar samtals 6.750.000 kr. Einstaklingur í úrræði fyrstu íbúðar mun á tíu árum eignast 5 milljónum kr. meira í íbúð sinni m.v. fulla nýtingu.
Hvað má búast við löngum afgreiðslutíma?
Vakin er athygli á að ferlið krefst samvinnu nokkurra aðila þ.e. umsækjanda, RSK og vörsluaðila viðbótarsparnaðar. Einnig lánveitanda þegar um er að ræða „reglulegar greiðslur inn á lán“. Gera má ráð fyrir að frá því að umsókn er móttekin af RSK og þar til RSK hefur staðfest eða hafnað umsókn við umsækjanda, vörsluaðila og lánveitanda geti liðið allt að 2-3 mánuðir og því ekki endilega raunhæft að geta nýtt „húsnæðissparnað" í fyrstu útborganir heldur er afsalsgreiðsla oft raunhæfari kostur.
Ég er búin/n að fá staðfestingu í tölvupósti frá RSK en það er engin greiðsla komin, af hverju?
Staðfesting RSK berst umsækjendum almennt áður en hún berst í kerfi lánveitenda/vörsluaðila, en staðfesting RSK er forsenda fyrir að vörsluaðili/lánveitandi geti framkvæmt greiðslu. Auk þess þarf greiðslugluggi lána að vera opinn og launagreiðandi að vera búinn að greiða iðgjöld þegar um „reglulegar greiðslur inn á lán" er að ræða. Það er því í raun eðlilegt að nokkrir dagar/vika líði frá því að umsækjanda berst staðfesting þar til greiðsla er framkvæmd.
Hvað gæti valdið því að ég fái höfnun á umsókn eða lægri útgreiðslu en ég gerði mér vonir um?
Ástæða höfnunar ætti að koma fram í tölvupósti frá RSK og undir samskiptaflipa á skattur.is (fyrsta íbúð) eða á leidretting.is (almenna úrræðið). Lögum samkvæmt eru ákveðnar takmarkanir á skattfrjálsri ráðstöfun viðbótarsparnaðar sem gerir það að verkum að ekki er hægt að ráðstafa öllum viðbótarsparnaði skattfrjálst. Ástæður höfnunar gætu t.d. verið eitthvað af neðangreindu:
- Kannski ertu eingöngu að fá mótframlag launagreiðanda í sjóðinn, en framlag þitt (launþega) er skilyrði.
- Kannski er framlag þitt (launþega) í viðbótarsparnað ekki nógu hátt en það þarf að vera 2% eða að lágmarki jafnhátt og mótframlag launagreiðanda. Hámarksiðgjald launþega er 4% og hámarksiðgjald launagreiðanda er 2%.
- Gildir eingöngu um viðbótariðgjöld, ekki um ávöxtun þeirra.
- Hugsanlega er launagreiðandi ekki búinn að standa skil á viðbótariðgjöldum í sjóðinn.
- Hugsanlega valdir þú „takmarkaða nýtingu“ í umsókn þinni en þá má sjóðurinn eingöngu ráðstafa þeirri fjárhæð sem þú skráðir. Með því að velja „fulla nýtingu“ þá veitir þú sjóðnum hins vegar heimild til að ráðstafa öllu framlagi þínu og launagreiðanda þíns sem greitt er í viðbótarsparnað á tímabilinu skattfrjálst að teknu tilliti til þeirra takmarkana sem fram koma í lögum.
- Þú gætir hafa sótt um í röngum sjóði. Hugsanlega ertu með tilgreinda, bundna eða frjálsa séreign skyldusparnaðar í þeim sjóði en ekki viðbótarsparnað.
- Þú gætir hafa skráð rangt lánanúmer (vegna reglulegra greiðslna inn á lán) eða rangt reikningsnúmer (vegna húsnæðissparnaðar).
- Þú gætir hafa flutt viðbótarsparnað milli sjóða, sem safnaðist upp að hluta til eða að öllu leyti, fyrir 01.07.2014.
- Hámarksfjárhæð hefur þegar verið nýtt.
- Þú greiddir ekki á viðbótarsparnað á tímabilinu.
Hvar get ég fylgst með stöðu umsóknar og hvort eða hve mikið hefur verið greitt?
- Undir samskiptaflipa á skattur.is (fyrsta íbúð) eða á leidretting.is (almenna úrræðið) má fylgjast með stöðu umsóknar og nýtingu. Þar má einnig finna kvittun/staðfestingu á að umsókn hafi verið send, ásamt skilaboðum/athugasemdum umsækjanda og RSK.
- Í netbanka sést greiðslusaga lána.
- Í Arion appi sést hvort greiðslur eru virkar og hve mikið hefur verið greitt.
- Á lífeyrisyfirlitum á arionbanki.is/minarsidur sjást allar útgreiðslur og hreyfingar.
Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að reglulegar greiðslur hættu að berast inn á lánið mitt?
Ástæðurnar gætu t.d. verið eitthvað af neðangreindu:
- Að þú endurfjármagnaðir/seldir/keyptir og átt eftir að upplýsa um uppgreiðslu og nýtt lánanúmer. Sést í netbanka, Arion appi og á lánaskjölum.
- Að þú greiðir viðbótarsparnað nú í annan sjóð og átt eftir að upplýsa um nafn nýja sjóðsins. Sést yfirleitt á launaseðli.
- Að þú greiðir ekki lengur í viðbótarsparnað t.d. af því að þú gleymdir að upplýsa vörsluaðila um nýjan launagreiðanda.
- Að lánið er uppgreitt og þú ert ekki með nýtt lán.
- Að heimild þessa árs hefur verið fullnýtt, „reglulegar greiðslur inn á lán“ hefjast aftur á nýju almanaksári, að öðru óbreyttu.
- Að þú sóttir ekki um endurnýjun eftir framlengingu á „reglulegum greiðslum inn á lán“.
Gæti ég þurft að gera einhverjar breytingar á umsókn?
Já, það er á ábyrgð umsækjanda að tryggja RSK réttar upplýsingar á hverjum tíma og bregðast við athugasemdum RSK, ef við á, s.s. um breytingar á högum sínum þ.e. ef þær hafa áhrif á umsókn.
Það er gert á skattur.is vegna úrræðis fyrstu íbúðar en á leidretting.is vegna almenna úrræðisins.
- Uppfæra nafn þess sjóðs/vörsluaðila sem ráðstafa á skattfrjálsum greiðslum úr. Sést yfirleitt á launaseðli.
- Uppfæra lánanúmer. Sést í netbanka, Arion appi og á lánaskjölum. Hafi lán ekki verið skráð á skattframtali bætir umsækjandi númeri við lánalista umsóknar.
- Uppfæra skráningarnúmer íbúðar/fastanúmer nýbyggingar sem sést í íbúðaskrá þjóðskrár á skra.is og á kaupsamningi.
- Skrá breytta hjúskaparstöðu, sem hefur áhrif á samsköttun. Vanti nafn samskattaðs einstaklings skal bæta því við.
- Einnig er hægt er að óska eftir fullri nýtingu í stað takmarkaðrar nýtingar eða öfugt, hafi aðstæður breyst.
Loks er grundvallaratriði að tilkynna vörsluaðila um nýjan launagreiðanda ef skipt er um vinnu. Annars hættir viðbótarsparnaður að safnast upp og þar með húsnæðissparnaður.
Ég ætla ekki að kaupa mér íbúð strax, þarf ég að gera einhverjar ráðstafanir?
Því fyrr sem þú byrjar að greiða í viðbótarsparnað því hærri húsnæðissparnað áttu kost á að nýta þér þegar þar að kemur. Vegna skattfrelsis og mótframlags launagreiðanda er þetta ein hagkvæmasta leiðin til íbúðarsparnaðar og til þess að greiða lán hraðar niður. Þú þarft að tilkynna vörsluaðila um nýjan launagreiðanda ef þú skiptir um vinnu. Annars hættir viðbótarsparnaður að safnast upp. Þú getur gert samning um viðbótarsparnað og tilkynnt um nýjan launagreiðanda í Arion appinu.
Er viðbótarsparnaður það sama og séreignarsparnaður?
Séreignarsparnaður er samheiti yfir viðbótarsparnað, tilgreinda séreign, bundna séreign og frjálsa séreign vegna skyldusparnaðar. Einnig erfðaséreign. Viðbótarsparnaður og viðbótarlífeyrissparnaður er það sama.