Tilgreind séreign

Allir starfandi á aldrinum 16 til 70 ára greiða almennt 4% af launum sínum í lífeyrissjóð og launagreiðandi greiðir 11,5% á móti. Hjá Frjálsa er lögð áhersla á séreignarmyndun þar sem hluta iðgjalda er ráðstafað í séreign og hinum hlutanum í samtryggingu. Samtrygging tryggir okkur eftirlaun og lífeyrisgreiðslur ef til áfalla kemur, s.s. maka-, barna- og örorkulífeyri. Sumir lífeyrissjóðir ráðstafa öllu iðgjaldinu í samtryggingu en þó eru margir farnir að bjóða sínum sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% í tilgreinda séreign.

  • Með því að greiða í tilgreinda séreign fer því minna í samtryggingu.
  • Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri.
  • Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóðinn.
  • Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir.
  • Hægt er að óska eftir útgreiðslu tilgreindrar séreignar vegna örorku, nánar hér.
  • Tilgreinda séreign má nýta við fjármögnun fyrstu íbúðar.
  • Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 ára aldri.

 

Sjóðfélagar Frjálsa

Ef þú greiðir 15,5% skylduiðgjaldið þitt í Frjálsa ertu nú þegar að ráðstafa stórum hluta iðgjalda í frjálsa séreign, meira en 3,5%.

  • Frjáls séreign erfist eins og aðrar séreignartegundir.
  • Hægt er að óska eftir útgreiðslu frjálsrar séreignar vegna örorku, nánar hér.
  • Frjáls séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslu og er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.

Sjóðfélagar Frjálsa þurfa ekkert að aðhafast.

 

Sjóðfélagar annarra lífeyrissjóða

Bjóði þinn lífeyrissjóður upp á að ráðstafa hluta iðgjalda í tilgreinda séreign getur þú:

  • Gert samning við Frjálsa um tilgreinda séreign undir samningar á Mínum síðum sjóðsins.
  • Haft samband við þinn skyldulífeyrissjóð og undirritað tilkynningu um vilja þinn á Mínum síðum viðkomandi sjóðs.