Tilgreind séreign

Hækkun skylduiðgjalds í lífeyrissjóð um 3,5% var lögfest þann 1. janúar 2023 og er skylduiðgjald nú því alls 15,5%.

Ef þú greiðir 15,5% skylduiðgjald þitt í annan sjóð en Frjálsa:

Þá fer 3,5% hækkunin almennt sjálfkrafa í samtryggingu sem tryggir elli-, maka-, barna- og örorkulífeyri eins og hin 12% en þú getur valið að ráðstafa allt að 3,5% í tilgreinda séreign kjósir þú að tryggja þér eftirfarandi:

 • Vegna örorku, mánaðarlegar/árlegar greiðslur á 7 árum ef orkutap er 100%, nánar hér.
 • Vegna aldurs, mánaðarlegar greiðslur frá 62-67 ára, nánar hér.
 • Fullan erfanleika vegna andláts, laus til ráðstöfunar um leið, nánar hér.
 • Vegna úrræðis fyrstu íbúðar, skattfrjálsa ráðstöfun tilgreindrar séreignar.

Jafnvel þó þú greiðir skylduiðgjald þitt í annan sjóð en Frjálsa þá getur þú ráðstafað allt að 3,5% í tilgreinda séreign hjá Frjálsa með því að fylgja þessum skrefum: 

 • Skref 1: hefja söfnun tilgreindar séreignar í Frjálsa - gera samning hér.
 • Skref 2: hafa samband við þinn skyldulífeyrissjóð og undirrita eyðublað - óski sá sjóður eftir því.
 • Skref 3: hafa samband við Frjálsa eða RSK fyrir lok árs 2023 kjósir þú að nýta skattfrjálsa ráðstöfun tilgreindrar séreignar. Heimilt ef þú fellur undir úrræði fyrstu íbúðar.*   

Ef þú greiðir 15,5% skylduiðgjald þitt í Frjálsa:

Þá fer 3,5% hækkunin sjálfkrafa í frjálsa séreign sem tryggir eftirfarandi::

 • Vegna örorku, mánaðarlegar/árlegar greiðslur á 7 árum ef orkutap er 100%, nánar hér.
 • Vegna aldurs, laus til ráðstöfunar frá 60 ára, nánar hér.
 • Fullan erfanleika vegna andláts, laus til ráðstöfunar um leið, nánar hér.

Kjósir þú jafnframt að nýta þér skattfrjálsa ráðstöfun tilgreindrar séreignar í úrræði fyrstu íbúðar, skaltu fylgja þessum skrefum:

 • Skref 1: halda áfram að greiða skylduiðgjaldið þitt í Frjálsa eða undirrita umsókn hér.
 • Skref 2: hafa samband við Frjálsa eða RSK fyrir lok árs 2023.*

 

*Skattfrjáls ráðstöfun tilgreindrar séreignar vegna úrræðis fyrstu íbúðar er nýtt frá 1. janúar 2023. Umsóknarferlið er í vinnslu og fyrsta ráðstöfun tilgreindrar séreignar vegna íbúðakaupa mun fara fram á fyrri hluta árs 2024.