Viðbótarsparnaður
Viðbótarsparnaður er hentug leið til að spara og getur nýst bæði til að fjárfesta í húsnæði og til að auka ráðstöfunartekjur eftir 60 ára aldur.
Við starfslok lækka almennt ráðstöfunartekjur en viðbótarsparnaður er hagkvæm leið til að brúa bilið.
Helstu kostir:
- 2% launahækkun í formi mótframlags
- Erfanleiki
- Skattalegt hagræði
- Hagkvæm fjármögnun á húsnæði
Viðbótarsparnaður margborgar sig.
Sækja um viðbótarsparnaðErtu enn í vafa?
Reiknaðu dæmið hér fyrir neðan!
Reiknaðu út þinn viðbótarsparnað
Fyrirvari
Fjárfestingarleiðir
Frjálsi býður upp á fjórar misáhættumiklar fjárfestingarleiðir fyrir séreignarsparnað sem sjóðfélagar geta valið um. Einnig er í boði að velja Ævilínu, en þá færist inneign þín sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða við 55 ára aldur og svo við fyrstu útgreiðslu.
Fjárfestingarstefna Eignasamsetning Ávöxtun
Þú getur breytt um fjárfestingarleið hvenær sem er á Mínum síðum Frjálsa.
Frjálsi 1 - 54 ára og yngri
Þessi leið hentar fólki á aldrinum 54 ára og yngri sem þola skammtímasveiflur í ávöxtun.
Í Frjálsa 1 er hlutfall hlutabréfa hæst af þeim leiðum sem eru hluti af Ævilínu.
Frjálsi 2 - 55 ára og eldri
Þessi leið hentar fólki á aldrinum 55 ára og eldri sem vill lágmarka skammtímasveiflur í ávöxtun.
Í Frjálsa 2 er hlutfall skuldabréfa hátt og má því búast við að langtímaávöxtun verði jafnari en í Frjálsa 1.
Frjálsi áhætta
Þessi leið er ekki hluti af Ævilínu en er ætluð þeim sem eru tilbúin að taka áhættu með von um góða ávöxtun til langs tíma og þola skammtímasveiflur í ávöxtun.
Í Frjálsa áhættu er hlutfall hlutabréfa og hlutabréfatengdra afurða hæst og má því búast við að langtímaávöxtun verði hærri en í öðrum leiðum en að sami skapi eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun.
* Innlán eru flokkuð undir skuldabréf
Spurt og svarað
Hvernig sæki ég um viðbótarsparnað?
Hverjir eru helstu kostir viðbótarsparnaðar?
Mótframlag launagreiðenda er mikill kostur. Sá sem er ekki með viðbótarsparnað er í raun að hafna þeirri launahækkun sem felst í mótframlaginu. Skattahagræði getur verið umtalsvert því viðbótarsparnaður er frádráttarbær frá tekjuskattstofni við innborgun, tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu. Þessi tekjuskattfrestun getur komið sér vel.
Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur eða erfðafjárskattur af viðbótarsparnaði. Viðbótarsparnaður er þín séreign sem erfist að fullu. Það er ekki hægt að gera fjárnám í viðbótarsparnaði, veðsetja hann eða framselja, enda er honum ætlað að tryggja framfærslu eftir starfslok eða við orkutap. Sparnaðarformið er einkar þægilegt þar sem launagreiðandi sér um greiðslurnar. Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist greiðslur og innheimtuþjónusta er frí. Það er óhætt að segja að viðbótarsparnaður sé einföld og hagkvæm leið til að auka fjárhagslegt sjálfstæði. Síðustu ár hefur ríkisstjórnin bætt við nýjum leiðum s.s. til greiðslu séreignar inn á lán, til húsnæðissparnaðar og lög um fyrstu fasteign.
Hvað má greiða mikið í viðbótarsparnað?
Get ég valið hvar ég ávaxta viðbótarsparnað?
Er viðbótarsparnaður aðfararhæfur?
Hvað má greiða hátt mótframlag í lífeyrissjóð?