Þú færð launahækkun þegar þú byrjar

Viðbótarlífeyrissparnaður er hentug leið til að spara og getur nýst bæði til að fjárfesta í húsnæði og til að auka ráðstöfunartekjur eftir 60 ára aldur.

Frjálsi býður upp á fjórar fjárfestingarleiðir fyrir viðbótarlífeyrissparnað sem sjóðfélagar geta valið um. 

2% launahækkun

Þú leggur til 2 eða 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og færð 2% launahækkun frá vinnuveitanda þínum. Sparnaðurinn ávaxtast og stækkar með tímanum og því er gott að byrja sem fyrst.

Skattfrelsi við íbúðakaup

Ef þú ert að fjárfesta í íbúð áttu möguleika á að nýta viðbótarlífeyrissparnaðinn skattfrjálst til að auðvelda þér kaupin. Ennfremur getur þú notað hann til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið þitt. Sjá nánar hér.

Aðrir kostir:

  • Erfanleiki
  • Skattalegt hagræði
  • Skerðir ekki ellilífeyrisgreiðslur frá TR 

Sparnaðarleiknum er lokið!

Vinningshafar verða dregnir út þann 20. september með pompi og prakt.

Sjá nánar um leikinn

Reiknaðu út þinn viðbótarsparnað

Fjárfestingarleiðir

Frjálsi býður upp á fjórar misáhættumiklar fjárfestingarleiðir fyrir séreign sem sjóðfélagar geta valið um. Flestir sjóðfélagar velja Ævilínu, en þá færist inneign þín sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða 1-3.

Þú getur líka breytt um fjárfestingarleið hvenær sem er í Arion appinu eða á Mínum síðum Frjálsa.

Fjárfestingarstefna Eignasamsetning Ávöxtun

 

* Innlán eru flokkuð undir skuldabréf

Ævilína

Frjálsi 1 - 54 ára og yngri

Þessi leið hentar fólki á aldrinum 54 ára og yngri sem þola skammtímasveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa 1 er hlutfall hlutabréfa hæst af þeim leiðum sem eru hluti af Ævilínu.

13%

Innlend hlutabréf

6%

Sérhæfðar innlendar fjárfestingar

31%

Erlend hlutabréf

4%

Erlend skuldabréf *

36%

Innlend skuldabréf *

10%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

Ævilína

Frjálsi 2 - 55 ára og eldri

Þessi leið hentar fólki á aldrinum 55 ára og eldri sem vill lágmarka skammtímasveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa 2 er hlutfall skuldabréfa hátt og má því búast við að langtímaávöxtun verði jafnari en í Frjálsa 1.

6%

Innlend hlutabréf

3%

Sérhæfðar innlendar fjárfestingar

16%

Erlend hlutabréf

3%

Erlend skuldabréf *

66%

Innlend skuldabréf *

6%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

Ævilína

Frjálsi 3 - lífeyrisþegar

Þessi leið er ætluð lífeyrisþegum og öðrum sem vilja lágmarkssveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa 3 er stærsti hluti safnsins í stuttum ríkistryggðum skuldabréfum og innlánum.

100%

Innlend skuldabréf *

Frjálsi áhætta

Þessi leið er ekki hluti af Ævilínu en er ætluð þeim sem eru tilbúin að taka áhættu með von um góða ávöxtun til langs tíma og þola skammtímasveiflur í ávöxtun.

Í Frjálsa áhættu er hlutfall hlutabréfa og hlutabréfatengdra afurða hæst og má því búast við að langtímaávöxtun verði hærri en í öðrum leiðum en að sami skapi eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun.

21%

Innlend hlutabréf

7%

Sérhæfðar innlendar fjárfestingar

42%

Erlend hlutabréf

1%

Erlend skuldabréf *

22%

Innlend skuldabréf *

7%

Sérhæfðar erlendar fjárfestingar

Spurt og svarað