Skattfrjálsu úrræðin eru tvö

Það eru tvö úrræði í boði sem gera þér kleift að fjármagna íbúðakaup skattfrjálst til að létta þér íbúðakaupin. Í báðum úrræðunum er boðið upp á sömu tvær leiðirnar; húsnæðissparnað þ.e. uppsafnaða eingreiðslu iðgjalda frá 1. júlí 2014 vegna þeirra launatímabila sem þú varst ekki íbúðaeigandi og reglulegar greiðslur framtíðariðgjalda inn á lán sem gildir um launatímabil frá því að sótt er um ráðstöfun þar til tímabili úrræðis lýkur.

  • Úrræði fyrstu íbúðar: þú getur sótt um úrræði fyrstu íbúðar á skattur.is ef minna en 12 mánuðir eru frá kaupsamningi fyrstu íbúðar. Úrræðið nær yfir tíu ára samfellt tímabil. Nýtt! Úrræði fyrstu íbúðar gildir líka um þá sem hafa ekki átt íbúð síðastliðin 5 ár. Í úrræði fyrstu íbúðar er hægt að nýta bæði viðbótarsparnað og tilgreinda séreign skattfrjálst. 
  • Almenna úrræðið: þú getur sótt um almenna úrræðið á leidretting.is ef ekki er um fyrstu íbúðakaup að ræða eða ef meira en tólf mánuðir eru frá kaupsamningi fyrstu íbúðar. Úrræðið nær frá 1. júlí 2014 til 31. desember 2024.

Umsóknarferlið

Umsóknarferlið

Umsóknarferlið

Umsóknarferlið

1
2
3
1

Fyrsta skrefið

Sótt er um úrræði fyrstu íbúðar á skattur.is en sótt er um almenna úrræðið á leidretting.is.

2

Afgreiðslutími

Það getur tekið RSK einhverjar vikur að afgreiða hverja umsókn. Staðfesting eða höfnun RSK berst með tölvupósti.

Ef umsókn er hafnað hjá RSK má skrá sig inn á skattur.is eða leidretting.is og uppfæra þar umsókn til að bregðast við athugasemdum.

3

Umsókn samþykkt

Eftir að RSK samþykkir umsókn er hún afgreidd hjá Arion banka eins fljótt og mögulegt er. Sjá greiðsluupplýsingar neðar.

Greiðsluupplýsingar

Eingreiðslur húsnæðissparnaðar fara fram tvisvar í mánuði, annars vegar 15. hvers mánaðar og hins vegar síðasta virka dag hvers mánaðar.

Greiðslur inn á lán eru almennt afgreiddar mánaðarlega en þó aldrei sjaldnar en á 3 mánaða fresti.

Í Arion appinu er einfalt að fylgjast með stöðunni á sparnaðinum þínum og hvort greiðslur inn á lán séu virkar.

Algengar spurningar