Útgreiðslur
Frjálsi býður sjóðfélögum upp á persónulega útgreiðsluráðgjöf því það er að mörgu að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Við mælum eindregið með að þú bókir fund með ráðgjafa með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
Frjálsi stendur einnig reglulega fyrir opnum fræðslufundum um útgreiðslu lífeyrissparnaðar.
Í útgreiðslureiknivél Frjálsa getur þú sett inn þínar forsendur.
Á Mínum síðum Frjálsa getur þú:
- Skoðað heildarstöðu þína hjá Frjálsa
- Séð stöðuna á skyldusparnaði þínum hjá öðrum sjóðum
- Sótt um útgreiðslu lífeyrissparnaðar
- Breytt fyrri útgreiðsluumsóknum
Bóka fund með ráðgjafa Opna Mínar síður Útgreiðslureiknivél
Viltu vita meira?
Hér fyrir neðan getur þú kynnt þér útgreiðslureglur sjóðsins, greiðsluupplýsingar og svör við helstu spurningum sjóðfélaga í tengslum við útgreiðslu lífeyrissparnaðar.
Greiðsluupplýsingar
- Lífeyrir er greiddur út mánaðarlega á síðasta virka degi hvers mánaðar
- Lífeyrisréttindi eru verðtryggð
- Afgreiðsla lífeyrisumsókna getur tekið 6 til 16 vikur
- Séreign er greidd út tvisvar í mánuði, annars vegar 15. hvers mánaðar og hinsvegar síðasta virka dag hvers mánaðar
- Umsóknir um útgreiðslu séreignar þurfa að berast a.m.k. 5 dögum fyrir ofangreinda útgreiðsludaga
Tekjuskattur er greiddur af öllum útgreiðslum. Frjálsi sér um að standa skil á staðgreiðslu til ríkisins. Nánar á vefsíðu RSK.
Mælt er með að leita ráðgjafar hjá Tryggingastofnun vegna mögulegra áhrifa sem útgreiðslur lífeyrissparnaðar geta haft á greiðslur frá TR. Nánar á vefsíðu TR.
Útgreiðslureglur Frjálsa
Útgreiðslum úr Frjálsa má skipta í þrjá mismunandi flokka eftir aðstæðum hvers og eins. Undir hverjum flokki má sjá þær tegundir lífeyris og séreignar sem sjóðfélagar eða erfingjar gætu átt rétt á.
Útgreiðslur vegna aldurs
- Ellilífeyrir
- Frjáls séreign
- Bundin séreign
- Tilgreind séreign
Útgreiðslur vegna örorku
- Örorkulífeyrir
- Barnalífeyrir
- Frjáls séreign
- Tilgreind séreign
Útgreiðslur vegna andláts
- Makalífeyrir
- Barnalífeyrir
- Frjáls séreign (erfðaséreign)
- Bundin séreign (erfðaséreign)
- Tilgreind séreign (erfðaséreign)
Nánari upplýsingar um útgreiðslurreglur hverrar tegundar lífeyris og séreignar er að finna í flipunum hér fyrir neðan.
Ellilífeyrir
Ellilífeyrir eru mánaðarlegar greiðslur sem sjóðfélagar fá frá Frjálsa, eftir að útgreiðslu umsókn hefur verið samþykkt, til æviloka.
- Hægt er að hefja töku ellilífeyris í fyrsta lagi við 60 ára aldur og síðasta lagi við 85 ára aldur.
- Í Frjálsa eiga sjóðfélagar réttindi í a.m.k. einni af þrem skyldusparnaðarleiðum sjóðsins, en þær eru allar með mismunandi viðmiðunaraldur. Viðmiðunaraldur er sá aldur sem áunnin réttindi sjóðfélaga á yfirliti miðast við.
- Ef umsókn um ellilífeyri berst fyrir eða eftir viðmiðunaraldur er annaðhvort um að ræða flýtingu eða frestun á töku ellilífeyris og við það lækka eða hækka greiðslur sjóðfélaga í samræmi við réttindatöflur sjóðsins.
- Í Tryggingaleiðinni er viðmiðunaraldurinn 67 ára en í Frjálsu leiðinni og Erfanlegu leiðinni er viðmiðunaraldurinn 70 ára.
- Umsókn um útgreiðslu ellilífeyris er endanleg ráðstöfun sem ekki er hægt að breyta.
Nánari upplýsingar um ellilífeyri Frjálsa má finna í 10. kafla í samþykktum sjóðsins.
Örorkulífeyrir
Örorkulífeyrir eru mánaðarlegar greiðslur sem sjóðfélagar fá frá Frjálsa verði þeir fyrir a.m.k. 50% orkutapi sem leiðir til tekjuskerðingar.
- Skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris er að sjóðfélagi hafi greitt til einhvers lífeyrissjóðs í a.m.k. 2 ár.
- Örorkumat er læknisfræðilegt og þarf sjóðfélagi að skila til sjóðsins læknisvottorði vegna örorku. Trúnaðarlæknar sjóðsins sjá um að úrskurða um örorku sjóðfélaga og sinna endurmati þeirra.
- Örorkulífeyrir er greiddur þar til sjóðfélagi öðlast starfsorku á ný, þar til örorkumat fer undir 50%, þar til sjóðfélagi hefur töku ellilífeyris eða nær 70 ára aldri. Örorkulífeyrir greiðist ekki fyrstu þrjá mánuði eftir orkutap og greiðist ekki ef örorka varir skemur en sex mánuði.
- Fjárhæð örorkulífeyris fer eftir örorkuhlutfalli. Við 100% örorku er fullur örorkulífeyrir greiddur sem nemur 100% af áunnum ellilífeyrisréttindum fram að orkutapi. Hlutfallslegur örorkulífeyrir er greiddur ef örorkuhlutfall er á bilinu 50% - 99%. Samanlagður örorku- og barnalífeyrir getur aldrei orðið hærri en sem nemur tekjuskerðingu vegna örorku.
- Við mat á tekjumissi er tekið tillit til atvinnutekna, lífeyris- og bótagreiðslna frá almannatryggingum og öðrum lífeyrissjóðum svo og kjarasamningsbundinna tryggingabóta sem sjóðfélaginn nýtur vegna örorkunnar. Við mat á tekjuskerðingu er tekið mið af meðaltali tekna sjóðfélaga síðustu þrjú almanaksár fyrir orkutap verðbætt til úrskurðardags.
- Viðmiðunartekjurnar taka breytingum í samræmi við breytingar sem verða á launavísitölu. Reynist þriggja ára meðaltal sjóðfélagans óhagstætt vegna t.d. vegna sjúkdóma eða atvinnuleysis er heimilt að leggja til grundvallar meðaltal átta almanaksára fyrir orkutapið og sleppa því almanaksári sem lakast er sem og því almanaksári sem hagstæðast er. Hafi sjóðfélagi greitt iðgjöld í skemmri tíma en átta ár fyrir orkutapið skal reikna út frá viðkomandi árafjölda.
- Hægt er að óska eftir uppsafnaðri eingreiðslu örorkulífeyris allt að tvö ár aftur í tímann, hafi töku lífeyris verið frestað.
Nánari upplýsingar um örorkulífeyri Frjálsa má finna í 11. kafla í samþykktum sjóðsins.
Makalífeyrir
Makalífeyrir eru mánaðarlegar greiðslur sem makar sjóðfélaga Frjálsa fá við andlát sjóðfélaga í a.m.k. tvö ár.
- Skilyrði fyrir greiðslu makalífeyris er að sjóðfélagi hafi fyrir andlát greitt til sjóðsins í a.m.k. tvö ár eða öðlast rétt til framreiknings eða fengið greiddan elli- eða örorkulífeyri við andlát.
- Makalífeyrir er greiddur í a.m.k. tvö ár eða þar til yngsta barn á framfæri sjóðfélaga verður 18 ára eða til 70 ára aldurs ef maki er að lágmarki 50% öryrki eða þar til maki gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar sem jafna má til hjúskapar.
- Fjárhæð makalífeyris er 50% af áunnum ellilífeyri sjóðfélaga við andlát.
- Maki er sá sem var í hjúskap með sjóðfélaga við andlát, eða óvígðri sambúð, enda hafi fjárfélagi ekki verið slitið fyrir andlát. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem eiga sameiginlegt lögheimili, eru samvistum, eiga barn saman, eiga von á barni saman eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár.
- Hægt er að óska eftir uppsafnaðri eingreiðslu makalífeyris allt að tvö ár aftur í tímann, hafi töku lífeyris verið frestað.
Nánari upplýsingar um makalífeyri Frjálsa má finna í 12. kafla í samþykktum sjóðsins.
Frjáls séreign
Frjálsa séreign má taka út vegna aldurs, örorku eða andláts sjóðfélaga.
- Þegar sjóðfélagi hefur náð 60 ára aldri er frjáls séreign laus til útgreiðslu, þó ekki fyrr en tveimur árum eftir greiðslu fyrsta iðgjalds. Hægt er að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu.
- Verði sjóðfélagi 10% öryrki eða meira á hann rétt á að fá frjálsa séreign greidda út með jöfnum mánaðarlegum eða árlegum greiðslum, þó ekki fyrr en tveimur árum eftir greiðslu fyrsta iðgjalds. Tekið er mið af örorkuprósentu. Við 100% örorku er séreign greidd út á sjö árum en tíminn lengist hlutfallslega við lægra örorkuhlutfall. Við 50% örorku er séreign því greidd út á fjórtán árum. Þegar upphæð er undir viðmiðunarfjárhæð getur sjóðfélagi óskað eftir eingreiðslu óháð örorkuhlutfalli.
- Séreign erfist að fullu. Hafi hinn látni verið í hjónabandi við andlát öðlast maki og börn rétt til helmings séreignar samkvæmt reglum erfðalaga en helmingur er skilgreindur sem hjúskapareign og rennur eingöngu til maka. Þetta þýðir að til maka greiðast 2/3 af séreign, til barna greiðist 1/3 af séreign en láti sjóðfélagi hvorki eftir sig maka eða börn rennur séreignin til dánarbús sjóðfélaga. Ef maki er látinn erfa börn hins látna sjóðfélaga hlut maka. Ef barn sjóðfélaga er látið, erfa niðjar hins látna barns hlut þess. Hægt er að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu.
Nánari upplýsingar um Frjálsa séreign má finna í 16. kafla í samþykktum sjóðsins.
Bundin séreign
Bundna séreign má taka út vegna aldurs eða andláts sjóðfélaga.
- Mánaðarlegar útgreiðslur bundinnar séreignar vegna aldurs geta hafist í fyrsta lagi við 60 ára aldur. Jafnar mánaðarlegar greiðslur standa til 82/83/84/85 ára aldurs, eftir vali sjóðfélaga, eða skemur ef eingreiðsla er nýtt, sjá neðar. Um leið og sótt er um útgreiðslur úr bundinni séreign skal sækja um ellilífeyri úr samtryggingu og þar með ákveða upphafsútgreiðslutíma (82/83/84/85) og er ekki heimilt að breyta honum síðar. Gildir þó ekki þegar sótt er um eingreiðslu. Útgreiðslur ellilífeyris úr samtryggingu Erfanlegu leiðarinnar geta fyrst hafist þegar útgreiðslum bundinnar séreignar er lokið. Hafi sjóðfélagi ekki sótt um ellilífeyri úr bundinni séreign þegar 85 ára aldri er náð skal sjóðurinn hefja greiðslu ellilífeyris enda hafi hann nauðsynlegar upplýsingar þar að lútandi. Þegar upphæð er undir viðmiðunarfjárhæð getur sjóðfélagi óskað eftir eingreiðslu.
- Séreign erfist að fullu. Hafi hinn látni verið í hjónabandi við andlát öðlast maki og börn rétt til helmings séreignar samkvæmt reglum erfðalaga en helmingur er skilgreindur sem hjúskapareign og rennur eingöngu til maka. Þetta þýðir að til maka greiðast 2/3 af séreign, til barna greiðist 1/3 af séreign en láti sjóðfélagi hvorki eftir sig maka eða börn rennur séreignin til dánarbús sjóðfélaga. Ef maki er látinn erfa börn hins látna sjóðfélaga hlut maka. Ef barn sjóðfélaga er látið, erfa niðjar hins látna barns hlut þess. Hægt er að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu.
Nánari upplýsingar um Frjálsa séreign má finna í 16. kafla í samþykktum sjóðsins.
Tilgreind séreign
Tilgreinda séreign má taka út vegna aldurs, örorku eða andláts sjóðfélaga.
- Útgreiðslur tilgreindrar séreignar geta fyrst hafist við 62 ára aldur og skulu greiðslurnar dreifast að lágmarki fram að 67 ára aldri.
- Séreign erfist að fullu. Hafi hinn látni verið í hjónabandi við andlát öðlast maki og börn rétt til helmings séreignar samkvæmt reglum erfðalaga en helmingur er skilgreindur sem hjúskapareign og rennur eingöngu til maka. Þetta þýðir að til maka greiðast 2/3 af séreign, til barna greiðist 1/3 af séreign en láti sjóðfélagi hvorki eftir sig maka eða börn rennur séreignin til dánarbús sjóðfélaga. Ef maki er látinn erfa börn hins látna sjóðfélaga hlut maka. Ef barn sjóðfélaga er látið, erfa niðjar hins látna barns hlut þess. Hægt er að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu.
Nánari upplýsingar um Tilgreinda séreign má finna í 16. kafla í samþykktum sjóðsins.
Spurt og svarað
Skipting ellilífeyrisréttinda
Hægt er að gera samkomulag um að skipta ellilífeyrisréttindum með maka og þarf sú skipting að vera gagnkvæm og jöfn. Sjóðfélögum bjóðast þrjár leiðir til skiptinga á greiðslum en þær eru eftirfarandi:
- Skipting ellilífeyrisgreiðslna - samkomulag um að núþegar hafnar ellilífeyrisgreiðslur renni að hluta til maka og hluta til sjóðfélaga.
- Skipting áunninna réttinda - samkomulag um að uppsöfnuð ellilífeyrisréttindi renni að hluta til að mynda sjálfstæð ellilífeyrisréttindi fyrir maka og skerðast þá réttindi sjóðfélaga sem því nemur.
- Skipting framtíðarréttinda - samkomulag um að iðgjald sjóðfélaga renni að hluta til að mynda sjálfstæð réttindi fyrir maka og hluta til að mynda sjálfstæð réttindi fyrir sjóðfélaga.
Hvaða réttindi ávinn ég mér með því að greiða í samtryggingu?
Til samanburðar er séreign að fullu erfanleg. Séreign getur verið frjáls séreign, bundin séreign og tilgreind séreign vegna skyldulífeyrissparnaðar og frjáls séreign vegna viðbótarlífeyrissparnaðar.
Ef ég á lífeyrisréttindi í mörgum sjóðum, á ég að sækja um í þeim öllum?
Langflestir lífeyrissjóðir á Íslandi hafa gert með sér samkomulag sem einfaldar umsóknarferlið til muna. Samkvæmt því þarf sjóðfélagi aðeins að sækja um útgreiðslu lífeyris hjá einum lífeyrissjóði. Sótt er um í þeim lífeyrissjóði sem greitt hefur verið mest til, eða greitt var til síðast. Sá sjóður sér svo um að senda umsókn og fylgigögn á aðra sjóði, óski sjóðfélagi eftir því.
Flestir lífeyrissjóðir á Íslandi viðhalda sameiginlegri skrá um greiðslur sjóðfélaga í lífeyrissjóði, svokallaðri nafnaskrá. Í henni kemur fram í hvaða lífeyrissjóði sjóðfélagi hefur greitt og hvenær. Nafnaskrána má nálgast á lífeyrisyfirlitum sem send eru til sjóðfélaga tvisvar á ári, en eru auk þess aðgengileg í Netbanka Arion banka.
Samkomulagið gildir aðeins um útgreiðslu lífeyrisréttinda en ekki séreignar. Sjálfur þarf sjóðfélagi að sækja um í öllum þeim séreignarsjóðum sem hann kann að eiga séreign í.
Hvernig er útgreiðslu ellilífeyris háttað?
Hvernig er útgreiðslu makalífeyris háttað?
Hvernig er útgreiðslu barnalífeyris háttað?
Hvernig er útgreiðslu örorkulífeyris háttað?
Hvernig er útgreiðslu bundinnar séreignar háttað?
Hvernig er útgreiðslu frjálsrar séreignar háttað?
Frjáls séreign: allur viðbótarlífeyrissparnaður er frjáls séreign, einnig er hluti skyldulífeyrissparnaðar í Frjálsu og Erfanlegu leiðinni í Frjálsa lífeyrissjóðnum frjáls séreign.
Hvernig er útgreiðslu séreignar vegna örorku háttað?
Hvernig er útgreiðslu vegna séreignar vegna andláts háttað?
Þegar talað er um séreign hér er átt við: frjálsa séreign, bundna séreign og tilgreinda séreign vegna skyldulífeyrissparnaðar og frjálsa séreign vegna viðbótarlífeyrissparnaðar.
Hver er viðmiðunarfjárhæð fyrir eingreiðslu séreignar?
Ætti að óska eftir útgreiðslu ef ekki þarf að nota séreignina?
Það er frjálst að taka séreign út um leið og útgreiðslureglur leyfa, en almennt er ekki skattalega hagkvæmt að taka út séreign til þess eins að færa yfir á annað sparnaðarform. Ástæðan er sú að hvorki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun séreignar né erfðafjárskattur við fráfall. Auk þess er ekki hægt að ganga að séreign vegna fjárhagslegra skuldbindinga líkt og gildir um flestar aðrar eignir.
Það er hins vegar skynsamlegt að skoða hvort breyta ætti um fjárfestingarleið, þ.e. flytja séreignina í áhættuminni leið, ef við á.
Getur inneign hækkað eða lækkað eftir að sótt er um útgreiðslu?
Hvernig virkar ævilínan þegar kemur að útgreiðslu?
Í hvaða fjárfestingarleið er erfðaséreign ráðstafað?
Útgreiðslur til erlendra ríkisborgara
Erlendir ríkisborgarar utan EES og Bandaríkjanna / Non EEA and non USA citizens
Erlendir ríkisborgarar utan EES og utan Bandaríkjanna geta sótt um að fá iðgjöld sín endurgreidd þegar þeir flytja frá Íslandi skv. 19. gr. laga nr. 129/1997, að því gefnu að það sé ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.
Non EEA and non USA citizens can apply for reimbursement of their pension premiums when they move away from Iceland according to article 19. of laws number 129/1997, provided that it is permitted by international agreements.
Eyðublöð eru aðgengileg hér - Application forms are accessible here.
Erlendir ríkisborgarar innan EES og Bandaríkjanna / EEA and USA citizens
Erlendir ríkisborgarar innan EES og Bandaríkjanna geta ekki tekið út lífeyrissparnað sinn þegar þeir flytja frá Íslandi.
EEA and USA citizens cannot withdraw their pension savings when they move away from Iceland.
Nánari upplýsingar á www.tr.is. - For more information visit www.tr.is.