Frétt

Niðurstaða ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Niðurstaða ársfundar Frjálsa lífeyrissjóðsins

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins var haldinn 13. apríl sl. Á fundinum var m.a. kynntur ársreikningur sjóðsins fyrir árið 2010 þar sem m.a. kom fram að fjárfestingarleiðir sjóðsins skiluðu 8,1%-10,3% nafnávöxtun. Tryggingadeildin skilaði 7,8% nafnávöxtun sem er hæsta ávöxtun lífeyrissjóða sem hafa birt ávöxtunartölur yfir samtryggingarsjóði sína. Hrein eign sjóðsins var um 87 milljarðar kr. í lok árs og stækkaði sjóðurinn um 13,3% á árinu.

Kosning stjórnarmanna

Á fundinum var kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára. Réttkjörin voru Ásdís Eva Hannesdóttir og Magnús Pálmi Skúlason. Einnig voru Bjarni Kristjánsson og Guðmundur Freyr Sveinsson sjálfkjörnir varamenn til tveggja ára.

Tillaga um breytingar á samþykktum var felld

Breytingartillaga á samþykktum sjóðsins frá sjóðfélaga þess efnis að stjórnarmönnum yrði fækkað úr sjö í fimm og allir sjóðfélagar yrðu kjörnir á ársfundi var felld.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2010

  • Ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins var mismunandi eftir fjárfestingarleiðum. Nafn- og raunávöxtun var eftirfarandi:
Frjálsi Áhætta: 10,3%/7,5%
Frjálsi 1: 8,1%/5,4%
Frjálsi 2: 9,4%/6,6%
Frjálsi 3: 8,8%/6,1%.
Tryggingadeild 7,8%/5,0% en skuldabréf hennar eru gerð upp á kaupkröfu.
  • Hrein eign sjóðsins var 87 milljarðar í lok árs og stækkaði sjóðurinn um rúma 10 milljarða á árinu eða 13,3%. Á sama tíma stækkaði lífeyriskerfið í heild á Íslandi um 8% skv. gögnum frá Seðlabanka Íslands.
  • Iðgjöld og flutningar séreignarsparnaðar námu 6,1 milljarði og hækkuðu um 41% á milli ára
  • Lífeyrisgreiðslur og útgreiðslur séreignarsparnaðar til sjóðfélaga voru 1,1 milljarður og lækkuðu um 42% á milli ára sem skýrist fyrst og fremst af því að eingreiðslum séreignarsparnaðar til sjóðfélaga 60 ára og eldri lækkuðu verulega. Fyrirframgreiðslur séreignarsparnaðar til 2.279 sjóðfélaga voru 1,2 milljarðar kr. og lækkuðu um 15% á milli ára.
  • Sum skuldabréf fyrirtækja og fjármálastofnana sem höfðu verið færð niður eftir bankahrunið voru færð upp að hluta að fjárhæð 91 milljón kr. vegna þess að líkur eru á betri heimtum en gert var áður ráð fyrir.
  • Varúðar er gætt í mati á gjaldmiðlasamningum sjóðsins en þeir eru gerðir upp á gjalddaga samninganna með fullum dráttarvöxtum, alls 1,7 milljarðar. Niðurstaða um endanlegt uppgjör samninganna liggur ekki fyrir.
  • Sjóðfélagar í lok árs voru 40.632 og fjölgaði um 1.200 á milli ára. Meðalfjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjöld í sjóðinn var um 10.000 og fjölgaði um 500 á milli ára.
  • Tryggingafræðileg staða samtryggingarsjóðs batnaði á milli ára. Eignir umfram áunnar skuldbindingar voru -17,6% og eignir umfram heildarskuldbindingar voru -6,8%.

Nánar um efni fundarins og umræður í fundargerð ársfundar: