Frétt

Skattlagning lífeyrisgreiðslna

Skattlagning lífeyrisgreiðslna

Skylt er að greiða tekjuskatt af lífeyrisgreiðslum eins og öðrum tekjum.

Gagnlegt er fyrir sjóðfélaga að þeir séu upplýstir um skattþrepin sem nú eru þrjú svo tryggja megi rétta skattlagningu og forðast skattskuld við álagningu næsta ár.

Sjóðfélögum er ráðlagt að upplýsa sjóðinn um í hvaða skattþrepi skattlagning lífeyrisgreiðsla skuli hefjast þegar sótt er um útgreiðslu eða ef breytingar eiga sér stað.

Persónuafsláttur og þrepamörk hafa nú hækkað um 5,5% á milli ára en skattprósentur haldast óbreyttar.

Staðgreiðsluhlutfall vegna ársins 2026

 Skattþrep  Tekjubil  Staðgreiðsluprósenta
 1. þrep  Af tekjum 0 - 498.122 kr.  31,49%
 2. þrep  Af tekjum 498.123 - 1.398.450 kr.  37,99%
 3. þrep  Af tekjum yfir 1.398.450 kr.  46,29%

Persónuafsláttur 2026

Vilji sjóðfélagi nýta persónuafslátt ber honum að upplýsa sjóðinn um það. Fullur persónuafsláttur er 72.492 kr. á mánuði vegna ársins 2026.

Skattleysismörk 2026

Skattleysismörk lífeyrisgreiðslna eru 230.206 kr. á mánuði miðað við 100% nýtingu persónuafsláttar.