Frétt

Sameining Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands við Frjálsa lífeyrissjóðinn samþykkt

Sameining Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands við Frjálsa lífeyrissjóðinn samþykkt

Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) samþykktu einróma tillögu um sameiningu við Frjálsa lífeyrissjóðinn á sjóðfélagafundi lífeyrissjóðsins sem haldinn var í gær.

Sjóðirnir verða sameinaðir miðað við næstu áramót og Frjálsi mun þá taka yfir öll réttindi og skyldur gagnvart sjóðfélögum LTFÍ, að því gefnu að fjármálaráðuneytið staðfesti breytingar á samþykktum LTFÍ.

Stjórnir sjóðanna telja að sameining efli rekstrargrundvöll sjóðanna og sé til hagsbóta fyrir sjóðfélaga beggja sjóða.

Frjálsi og LTFÍ eru afar svipaðir að uppbyggingu þar sem skylduiðgjöldum sjóðfélaga er skipt í séreign og samtryggingu sem hefur veitt sjóðunum ákveðna sérstöðu umfram flesta aðra lífeyrissjóði.

Frekari upplýsingar um sameininguna, þar á meðal samþykktabreytingar og glærur frá kynningarfundi fyrir sjóðfélaga LTFÍ, eru aðgengilegar hér.
 

Frá undirritun samningsins.
Efri röð frá vinstri: Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa og Gísli Vilhjálmsson varaformaður LTFÍ. Neðri röð frá vinstri: Ásdís Eva Hannesdóttir stjórnarformaður Frjálsa og Sigurgísli Ingimarsson stjórnarformaður LTFÍ.