Frétt
Frjálsi gerir hlé á veitingu sjóðfélagalána með verðtryggðum breytilegum vöxtum
22. október 2025Frjálsi lífeyrissjóðurinn metur áhrif dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024 þar sem fjallað var um skilmála lána Íslandsbanka. Á meðan sú vinna stendur yfir mun Frjálsi ekki afgreiða umsóknir um lán með verðtryggðum breytilegum vöxtum. Þó verða afgreiddar allar lánsumsóknir sem þegar eru í vinnslu hjá sjóðnum.
Sjóðfélögum stendur áfram til boða verðtryggð lán með föstum vöxtum og óverðtryggð lán sem eru með föstum vöxtum til þriggja ára í senn.
Nánari upplýsingar verða birtar á vef sjóðsins þegar þær liggja fyrir.