Frétt
Yfirlit hafa verið birt
08. apríl 2025Nú hafa yfirlit um iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga á tímabilinu 1. september 2023 til 20. mars 2025 verið birt á Mínum síðum sjóðsins en þar má einnig sjá stöðu séreignar/réttinda m.v. 20. mars 2025.
Við hvetjum sjóðfélaga til að fara vel yfir yfirlitin sín og ef iðgjöld vantar eða eru ekki í samræmi við launaseðla að hafa samband án tafar við launagreiðanda eða lífeyrisþjónustuna á frjalsi@frjalsi.is.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissparnað geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast.
Yfirlit þeirra sem hafa óskað eftir að fá þau send í pósti munu berast á næstu dögum.
Við vekjum athygli á að sjóðfélagar Frjálsa geta fylgst með lífeyrissparnaði sínum í Arion appinu og framkvæmt allar helstu aðgerðir á einfaldan hátt. Þar er m.a. hægt að sækja hreyfingayfirlit til að fylgjast vel með hvort að iðgjöld hafi borist og séu rétt. Arion appið er opið öllum og ekki er nauðsynlegt að vera í bankaviðskiptum við Arion til að nýta sér kosti þess að hafa heildstæða sýn yfir lífeyrissparnaðinn sinn hjá Frjálsa í appinu.