Frétt

Opnunartími hjá Frjálsa yfir hátíðirnar

Opnunartími hjá Frjálsa yfir hátíðirnar

Frjálsi lífeyrissjóðurinn óskar sjóðfélögum, launagreiðendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Símatími sjóðsins er hefðbundinn á milli jóla og nýárs en lokað er á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og á nýársdag. Sjálfsafgreiðsla og önnur stafræn þjónusta er opin allan sólarhringinn, nánar hér.

Auk þess er hægt að nálgast stöðu lífeyrissparnaðarins hvenær sem er í Arion appinu og framkvæma allar helstu aðgerðir, nánar hér.