Frétt

Umfjöllun um innlendar sérhæfðar fjárfestingar

Umfjöllun um innlendar sérhæfðar fjárfestingar

Í nýjustu fræðslugrein á vef Frjálsa er farið yfir innlendar sérhæfðar fjárfestingar í eignasafni sjóðsins. Slíkar fjárfestingar fela almennt í sér lengri binditíma, eru oft óskráðar og þar með að jafnaði tregseljanlegri en hefðbundnari fjárfestingar. Ávöxtunarkrafa til sérhæfðra fjárfestinga er yfirleitt hærri en til hefðbundinna fjárfestingarkosta en að sama skapi fylgir þeim oft heldur meiri áhætta. Dæmi um sérhæfðar fjárfestingar eru framtaks-, vísis-, innviða- og fasteignafjárfestingar en einnig sérhæfð lán og önnur sambærileg verkefni.

Áhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan fjárfestingartíma þar sem með henni er dregið úr sveiflum í ávöxtun. Með hliðsjón af þessu hefur stjórn Frjálsa sett sér það markmið í fjárfestingarstefnu undanfarinna ára að byggja upp dreift og fjölbreytt eignasafn bæði innanlands og erlendis.

Hér má lesa fræðslugrein um innlendar sérhæfðar fjárfestingar.