Frétt

Ársfundur 2024

Ársfundur 2024

Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 23. maí 2024 kl. 17:15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.

Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi. Kosning til stjórnar og atkvæðagreiðslur um tillögur á ársfundinum fara eingöngu fram með rafrænum hætti.

Kosning til stjórnar hefst kl. 17:00 fimmtudaginn 16. maí og stendur yfir til kl. 17:00 á ársfundardegi miðvikudaginn 23. maí.

Aðrar atkvæðagreiðslur fara fram á ársfundinum sjálfum og geta sjóðfélagar sem fylgjast með í gegnum vefstreymi tekið þátt í atkvæðagreiðslum sem fara fram á ársfundinum.

Nánari upplýsingar um fundinn og skráning á hann fer fram hér.