Frétt

Fræðslufundur Frjálsa

Fræðslufundur Frjálsa

Fræðslufundi um Frjálsa lífeyrissjóðinn verður streymt á Facebook síðu Frjálsa þriðjudaginn 20. febrúar kl. 12:00. Fundurinn er fyrir sjóðfélaga og aðra áhugasama um málefni sjóðsins.

Í pallborði verða Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion. Umræðum stýrir Eva Rós Birgisdóttir, sérfræðingur í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion.

Umræðupunktar:
  • Um skyldu- og viðbótarsparnað Frjálsa
  • Þróun markaða og ávöxtun Frjálsa
  • Þjónusta Frjálsa
  • Frjálsi á samfélagsmiðlum

Fundurinn stendur yfir í um 20 mínútur.

Vakin er athygli á að einnig verður fræðslufundi streymt á ensku á Facebook síðu Frjálsa samdægurs kl. 12:30.