Frétt

Rafræn kosning í aðalstjórn Frjálsa hefst í dag kl. 17:00

Rafræn kosning í aðalstjórn Frjálsa hefst í dag kl. 17:00

Kosning í aðalstjórn Frjálsa í tengslum við ársfund sjóðsins 31. maí nk. hefst í dag kl. 17:00. Kosningin fer eingöngu fram með rafrænum hætti og lýkur viku síðar kl. 17:00 á ársfundardegi. Niðurstaða stjórnarkosninganna verður kynnt á ársfundinum.

Í ljósi samsetningar þeirra stjórnarmanna sem sitja áfram í stjórn er ljóst að í aðalstjórn skal kjósa til þriggja ára einn frambjóðanda af hvoru kyni eða tvær konur. Þar sem aðeins eitt framboð barst frá konu, Önnu Sigríði Halldórsdóttur, þá er hún sjálfkjörin. Eitt framboð barst í varastjórn, frá Lilju Bjarnadóttur, og er hún því einnig sjálfkjörin til þriggja ára.

Tveir karlar eru í framboði um eitt laust sæti til þriggja ára. Smelltu hér til að kynna þér frambjóðendur í aðalstjórn og kjósa.