Frétt

Fyrirframgreiðslur viðbótarsparnaðar heimilaðar á ný

Fyrirframgreiðslur viðbótarsparnaðar heimilaðar á ný

Heimild til áframhaldandi fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar var lögfest þann 11. maí sl. Heimildin nú er efnislega samhljóða þeirri heimild sem var í gildi árið 2020 en sú breyting sem á sér stað á milli ára felst einkum í því að viðmiðunardagsetning er 1. apríl 2021, síðasti umsóknardagur er 1. janúar 2022 og samanlögð fjárhæð er 12 milljónir.

  • Hver einstaklingur getur nú að hámarki sótt um þá fjárhæð sem hann á uppsafnaða þann 1. apríl 2021 en þó má samanlögð fyrirframgreiðsla á umsóknartímabilinu 1. apríl 2020 til 1. janúar 2022 ekki vera hærri en 12 milljónir.
  • Greitt í jöfnum mánaðarlegum greiðslum, 800.000 kr. á mánuði, að frádreginni staðgreiðslu tekjuskatts, á allt að 15 mánuðum frá umsókn.
  • Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða.
  • Ef einstaklingur á viðbótarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal gera grein fyrir því í umsókn, en 12 milljón króna hámarkið gildir um alla vörsluaðila viðbótarsparnaðar samtals.
  • Athugið að úrræðið gildir ekki um frjálsa séreign vegna skyldusparnaðar, tilgreinda séreign eða bundna séreign.
  • Umsóknartímabilið stendur yfir til 1. janúar 2022.

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um fyrirframgreiðslur viðbótarsparnaðar

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir á Mínum síðum

Vakin er athygli á því að til að fyrirframgreiðsla viðbótarsparnaðar geti farið fram þann 31. maí næstkomandi þarf umsókn að hafa borist sjóðnum í síðasta lagi 26. maí. Frá og með 15. júní munu fyrirframgreiðslur hins vegar fara fram 15. hvers mánaðar og skulu nýjar umsóknir þá að berast eigi síðar en 10. dag hvers mánaðar fyrir útgreiðsludag. Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér úrræðið vel, t.d. í spurt og svarað