Frétt

Móttaka lífeyrisráðgjafa opnar að nýju

Móttaka lífeyrisráðgjafa opnar að nýju

Frá og með 9. júní verður að nýju hægt að bóka fundi vegna útgreiðsluráðgjafar og almennrar lífeyrisþjónustu í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.

Vegna lána verður hægt að bóka fundi kl. 9-16 alla virka daga hjá fjármálaráðgjöfum Arion banka á Bíldshöfða 20, Borgartúni 18 og nú einnig á Smáratorgi 3. Eingöngu verður hægt að taka á móti þeim sjóðfélögum sem eiga fyrirframbókaða fundi. Hér má reikna lán, skoða lánareglur og framkvæma rafrænt greiðslumat.  

Sjóðfélagar eru hvattir til að skrá erindi sitt hér bæði vegna lánamála og lífeyrismála. Í kjölfarið verður haft samband við sjóðfélaga og mál hans leyst í gegnum síma eða rafrænar leiðir eftir atvikum. Ef tilefni er til verður bókaður fundur með ráðgjafa.