Frétt

Frjálsi tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Frjálsi tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna

Frjálsi er stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna fyrir fyrirtækjavef ársins í flokknum lítil fyrirtæki. Árlega veita Samtök vefiðnaðarins (SVEF), verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara framúr og það er afar ánægjulegt að nýr vefur Frjálsa skuli vera talinn einn af fjölmörgum frábærum veflausnum sem hafa verið tilnefnd.

Vefurinn er afrakstur mikillar vinnu margra aðila þar sem leitast var við að koma til móts við notendur með því einfalda vefinn og betrumbæta aðgengi að efni. Við hönnun vefsins leitaði Frjálsi til m.a. sjóðfélaganna sjálfra og launagreiðenda þeirra til að fá mikilvægt innlegg notenda á hvernig nýr vefur sjóðsins skyldi vera.

Við hönnun á vefnum var markmiðið að skila vef sem væri:

  • Einfaldur og aðgengilegur
  • Lifandi og gagnvirkur
  • Nútímalegur og fallegur
  • Skiljanlegur og traustur
  • Fræðandi og söluvænlegur

Nánari upplýsingar um vefverðlaunin er að finna hér.