Frétt

Fjárfestingarstefna Frjálsa lífeyrissjóðsins 2020

Fjárfestingarstefna Frjálsa lífeyrissjóðsins 2020

Á hverju ári leggur stjórn upp með endurskoðun á fjárfestingarstefnu fjárfestingarleiða sjóðsins, markmiðum og vikmörkum. Horft er til þess að hámarka ávöxtun til langs tíma út frá þeim áhætturamma sem stjórn sjóðsins mótar og með því er horft til þess að gæta að hagsmunum sjóðfélaga í hvívetna.

Í fjárfestingarstefnu Frjálsa lífeyrissjóðsins 2020 er áframhaldandi framþróun á fjárfestingarstefnum síðustu ára og dreifing í erlendu eignasafni sjóðsins aukin enn frekar. Til viðbótar við fjárfestingar í erlendum hluta- og skuldabréfum er nú horft að auki til sérhæfðra erlendra fjárfestinga.

Stjórn er meðvituð um að með tilliti til markaðskjara í dag, mun fjárfesting í ríkisskuldabréfum að öðru óbreyttu ekki veita nægilega ávöxtun til að standa undir framtíðarloforðum sjóðsins um útgreiðslur til sjóðfélaga. Líkt og síðustu ár er því vægi annarra innlendra skuldabréfa en ríkisskuldabréfa aukið í fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2020.

Öllum fjárfestingum fylgir einhver áhætta, þó mismikil sé. Áherslubreytingar fjárfestingarstefnu sjóðsins eru gerðar í því augnmiði að ná fram aukinni ávöxtun til lengri tíma með áhættu innan skynsamlegra marka í eignasafni sjóðsins.

 

Opna fjárfestingarstefnu Frjálsa 2020