Frétt

Sjóðfélagayfirlit

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga, sem ekki hafa afþakkað pappírsyfirlit, munu berast í hús í næstu viku. Sjóðfélagar geta alltaf nálgast yfirlitin sín á Mínum síðum Frjálsa, en þar er jafnframt hægt að afþakka að fá heimsend pappírsyfirlit.

Við viljum hvetja sjóðfélaga til að skoða yfirlitin vel og ef iðgjöld vantar eða iðgjöld eru ekki í samræmi við launaseðla, að hafa tafarlaust samband við launagreiðanda eða sjóðinn á frjalsi@frjalsi.is. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissparnað geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast.