Frétt

Lánareglur rýmkaðar

Lánareglur rýmkaðar

Stjórn sjóðsins hefur rýmkað lánareglur sjóðsins. Helstu breytingar eru eftirfarandi: 

  • Hámarkslánsfjárhæð hækkar úr 20 milljónum kr. í 40 milljónir. Óbreytt er að hámarksveðhlutfall er 65% af markaðsverðmæti íbúðarhúsnæðis sem lögð er til tryggingar láninu.
  • Boðið er upp á lán með jöfnum afborgunum til viðbótar við jafngreiðslulán til að gefa lánþegum kost á að greiða lánin sín hraðar niður.
  • Skilyrði til að fá lán er að sjóðfélagi hafi annað hvort greitt iðgjöld í sjóðinn vegna sex síðustu mánaða eða hafa greitt iðgjöld til sjóðsins vegna samtals 36 mánaða.