Frétt

Vel sóttur fræðslufundur um séreignarsparnað

Vel sóttur fræðslufundur um séreignarsparnað

Fræðslufundur um séreignarsparnað, sem haldinn var í Arion banka á þriðjudag, var mjög vel sóttur og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikill áhugi var meðal fundargesta á viðfangsefninu.Markmið fundarins var að kynna mikilvægi viðbótarlífeyrissparnaðar og einnig uppbyggingu lífeyrissparnaðar almennt. Farið var yfir séreignarsjóði og þjónustu Arion banka við sjóðfélaga. Þá var fjallað um þau áform stjórnvalda að heimila greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar skattfrjálst inn á höfuðstól húsnæðislána eða inn á sérstaka húsnæðissparnaðarreikninga.

Talsverðar umræður sköpuðust meðal fundargesta í lok fundar, sem stóð í liðlega klukkustund.

Fyrirlesari var Jón L. Árnason rekstrarstjóri Lífeyrisauka og framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ.

Fræðslufundaröðin heldur áfram, næst verður fjallað um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði þriðjudaginn 25. febrúar, sjá nánar hér.