Frétt

Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða

Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða

Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu í gær, þann 23. apríl, viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa. Samkvæmt sameiginlegri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssamtaka lífeyrissjóða er stefnt að hliðstæðri lausn fyrir þá sem fengu lánsveð til íbúðarkaupa og var samkvæmt hinni svokölluðu 110% leið. Þannig yrðu eftirstöðvar húsnæðislána með lánsveð, sem tekin voru fyrir 1. janúar 2009, færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar lántaka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sjá nánar á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.