Frétt

Fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn þriðjudaginn 30. október - allir velkomnir

Fræðslufundur um Frjálsa lífeyrissjóðinn þriðjudaginn 30. október - allir velkomnir

Á fræðslufundinum verður fjallað um uppbyggingu sjóðsins, þjónustu við sjóðfélaga, eignastýringu og ávöxtun. Áhersla verður lögð á þá þætti sem skapa sjóðnum sérstöðu umfram aðra lífeyrissjóði s.s. séreignarmyndun og erfanleika. 

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er einn elsti frjálsi lífeyrissjóður landsins, stofnaður árið 1978. Sjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 116 milljarðar að stærð og fjöldi sjóðfélaga er um 45 þúsund. Sjóðurinn er opinn þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað og er jafnframt opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. 

Fundurinn verður haldinn í Arion banka, Borgartúni 19 þriðjudaginn 30 október kl. 17:30. Fundurinn stendur yfir í um klukkustund og eru léttar veitingar í boði. 

Allir velkomnir. 

Skráning á fundinn