Frétt

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest breytingar á samþykktum Frjálsa lífeyrissjóðsins, breytingarnar eru tvennskonar og snúa að útgreiðslureglum:

  • Sjóðfélaga er nú heimilt að óska eftir jöfnum mánaðarlegum útgreiðslum bundinnar séreignar frá 60 ára aldri ( í fyrsta lagi) til 82, 83, 84 eða 85 ára aldurs. Greiðslur ellilífeyris úr samtryggingu hefjast sjálfkrafa þegar greiðslum bundinnar séreignar lýkur. Hefjist greiðslur úr samtryggingu fyrir 85 ára aldur verða þær lægri en ella, sbr. töflu T4 í samþykktum sjóðsins. Mánaðarleg fjárhæð úr bundinni séreign verður hins vegar hærri en ella þar sem heildareignin dreifist á styttra tímabil.
  • Sjóðfélaga er nú heimilt að óska eftir eingreiðslu ellilífeyris úr samtryggingu aftur í tímann. Mest er hægt að greiða 4 ár aftur í tímann, en þó ekki lengra en til 67 ára aldurs í Tryggingaleiðinni og 70 ára aldurs í Frjálsu leiðinni. Sjóðfélaga er einnig heimilt að óska eftir eingreiðslu bundinnar séreignar aftur í tímann, allt til 60 ára aldurs. 
  • Athugið að aðrar útgreiðslureglur eru óbreyttar, samþykktarbreytingarnar gefa sjóðfélaga viðbótarval.