Frétt
Ársuppgjör Frjálsa lífeyrissjóðsins
04. apríl 2012Ársuppgjör Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir árið 2011 liggur nú fyrir.
- Nafnávöxtun fjárfestingarleiða séreignardeildar sjóðsins var á bilinu 9,5-14,7% árið 2011 og 5 ára meðalnafnávöxtun 5,8-13,8%. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að finna hér.
- Nafnávöxtun tryggingadeildar var 9,0% árið 2011 og 5 ára meðalnafnávöxtun 4,2%. Skuldabréf tryggingadeildar eru gerð upp á kaupkröfu en skuldabréf séreignardeildar eru gerð upp á markaðsvirði.
- Tryggingafræðileg staða tryggingadeildar sjóðsins batnaði verulega á milli ára og var í lok árs -0,4% samanborið - 4,8% í lok ársins 2010.
- Hrein eign til greiðslu lífeyris nam um 99,7 milljörðum í árslok samanborið við 87 milljarða árið 2010 og stækkaði sjóðurinn um 14,5% á milli ára. Stærð séreignadeildar var um 76,2 milljarðar og stærð tryggingadeildar um 23,5 milljarðar.
- Iðgjöld sjóðfélaga og launagreiðenda námu 6,8 milljörðum samanborið við 5,8 milljarð árið áður og jukust um 16,5%. Lágmarksiðgjöld voru 5,3 milljarðar og viðbótariðgjöld 1,4 milljarðar.
- Lífeyrisgreiðslur voru 3,6 milljarðar en 2,5 milljarðar árið árið áður og jukust um 42%. Skýringin á þessari miklu aukningu er að árinu 2011 hækkaði sú hámarksfjárhæð sem sjóðfélagar geta tekið út fyrirfram úr séreignarsparnaði úr 2,5 milljónum í 5 milljónir og síðar á árinu í 6,25 milljónir.
- Heildarfjöldi sjóðfélaga í árslok var 42.724 og fjölgaði þeim um 2.092 á árinu. Fjöldi sjóðfélaga sem greiddi í sjóðinn var 15.518 og fjölgaði þeim um 1.202 á árinu.
Upplýsingar um meginniðurstöður ársreiknings má finna í auglýsingu sjóðsins.