Frétt

Hátt í 5.000 manns vildu rafrænt yfirlit í stað pappírs

Hátt í 5.000 manns vildu rafrænt yfirlit í stað pappírs

Í byrjun desember hvatti Arion banki sjóðfélaga með lífeyrissparnað í sjóðum í rekstri bankans að skrá sig fyrir rafrænum yfirlitum í stað pappírs. Stefna bankans í umhverfismálum er að minnka magn pappírs í útsendu efni og voru á fimmta þúsund viðskiptavinir sem brugðust við beiðninni.

Einn heppinn sjóðfélagi var dreginn úr hópi þeirra sem afþökkuðu pappírsyfirlit og fékk að launum iPad. Vinningshafinn heitir Valdís Sigurðardóttir og óskum við henni til hamingju með vinninginn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Valdísi taka við vinningnum frá starfsfólki útibús Arion banka í Mosfellsbæ.