Frétt

Heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hækkar

Heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hækkar

Með breytingu á lögum nr. 129/1997 sem samþykkt var á Alþingi í september var heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar hækkuð úr 5.000.000 kr. í 6.250.000 kr.

  • Heimilt er að greiða út til sjóðfélaga allt að 6.250.000 kr. sem greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mánuðum, þ.e. 416.667 kr. á mánuði fyrir skatt. Útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 6.250.000 kr. er að ræða.
  • Fjárhæð til útgreiðslu miðast við inneign 1. október 2011, þó að hámarki 6.250.000 kr.
  • Hafi sjóðfélagar áður fengið greiðslu samkvæmt eldri heimild dregst sú fjárhæð frá 6.250.000 kr.
  • Þeir sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild en vilja gera breytingar í samræmi við nýju heimildina þurfa að sækja sérstaklega um það með nýrri umsókn.
  • Heimildin gildir til 1. júlí 2012 sem þýðir að síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 30. júní 2012.

Byrjað verður að taka á móti umsóknum skv. nýju lögunum frá og með 5. október næstkomandi í útibúum Arion banka. Stefnt er að því að afgreiða umsóknir til útgreiðslu þann 20. október en til að svo megi verða þurfa þær að hafa borist eigi síðar en 12. október.