Frelsi til að velja

Frjálsi er opinn öllum og sparnaðurinn þinn erfist.

Við erum ekki öll eins og því mikilvægt að hafa frelsi til að velja.

Frjálsi er ólíkur flestum öðrum lífeyrissjóðum að því leyti að sjóðfélögum býðst að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar í erfanlega séreign sem eykur einnig sveigjanleika við útgreiðslur.

Frjálsi er góður kostur fyrir þá sem hafa val um lífeyrissjóð og vilja að lífeyrissparnaðurinn sinn erfist. Hjá Frjálsa velur þú lífeyrissjóð, skyldusparnaðarleið, fjárfestingarleið og getur kosið í stjórn.

Þú velur Frjálsu leiðina eða Erfanlegu leiðina eftir því hvaða hlutfall samtryggingar og séreignar þú telur henta þér.

Sjóðfélagar Frjálsa tryggja hver öðrum ævilöng eftirlaun og lífeyrisgreiðslur ef til áfalla kemur, s.s. örorku-, maka- og barnalífeyri.

 

 

Sækja um skyldusparnað Sækja um viðbótarsparnað

 

Erfanleg séreign

Hjá Frjálsa getur þú ráðstafað meirihluta skyldusparnaðar í erfanlega séreign sem erfist við fráfall.

Frjálsi er í Arion appinu

Frjálsi leggur mikið upp úr góðri þjónustu við sína sjóðfélaga. Þú getur fylgst með lífeyrissparnaðinum hvenær sem er í Arion appinu og framkvæmt allar helstu aðgerðir.

Vilt þú 2% launahækkun?

Þú getur gert samning um viðbótarsparnað hjá Frjálsa. Með því færðu 2% launahækkun í formi mótframlags atvinnurekanda.

Viðbótarsparnaður er að fullu erfanlegur og hann er hægt að nýta skattfrjálst við fjármögnun húsnæðis.

Lán

Sjóðfélögum Frjálsa stendur til boða að taka lán með veð í íbúðahúsnæði. 

Langtímasparnaður

Lífeyrissparnaður er langtímasparnaður og ávöxtun Frjálsa til lengri tíma er góð. Við fjárfestingarákvarðanir er áhersla lögð á ábyrgar fjárfestingar.