Tökumst á við ástandið – viðbrögð og úrræði í ljósi aðstæðna

Hér fyrir neðan er að finna gagnlegar upplýsingar sem snúa að lífeyrismálum og þjónustu Frjálsa vegna COVID-19.

Við bendum viðskiptavinum á að hægt er að hafa samband eftir þeim leiðum sem koma fram hér fyrir neðan eða í gegnum netspjall.

Útgreiðsla viðbótarsparnaðar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá snýr hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar. Um er að ræða sambærilegt úrræði og var í gildi á árunum 2009-2014 og gildir eingöngu um frjálsa séreign úr viðbótarsparnaði.

Hægt er að sækja um fyrirframgreiðslu með rafrænum skilríkjum á Mínum síðum.

  • Heildargreiðsla að hámarki 12 milljónir kr. á einstakling, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign einstaklings þann 1. apríl 2020, samanlagt úr sjóðum allra vörsluaðila.
  • Greitt í jöfnum mánaðarlegum greiðslum. Hægt er að velja fjárhæð á mánuði, hámark 800.000 kr. og fjölda mánaða, hámark 15 mánuði. Greiða þarf tekjuskatt af fjárhæðinni.
  • Umsóknartímabil: apríl 2020 til 1. janúar 2021.

Spurt og svarað um útgreiðslur á viðbótarsparnaði

Greiðsluhlé vegna afborgana lána

Frjálsi lífeyrissjóðurinn mun koma til móts við þá sjóðfélaga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum lána vegna Covid-19. Til að auðvelda sjóðfélögum að takast á við mögulegar áskoranir framundan býðst þeim að gera hlé á afborgunum lána í allt að þrjá mánuði.

Með greiðsluhléi eru afborganir lána frystar í þrjá mánuði, þ.e. ekki þarf að greiða af láninu næstu þrjá mánuði eftir undirritun. Afborganir og vextir lána leggjast á meðan á höfuðstól lánsins til hækkunar á því. Þessi hækkun á höfuðstól leiðir til hærri afborgana af láninu eftir að greiðsluhléi lýkur.

Ef þörf er á frekari sveigjanleika er farið yfir málin með hverjum og einum.

Í ljósi aðstæðna hvetjum við sjóðfélaga til að nýta rafrænar leiðir til þess að hafa samband.

Vinsamlegast fylltu út formið hérna fyrir neðan. Skrá þarf skuldfærslureikning vegna kostnaðar við þinglýsingu og veðbók.

Við munum hafa samband eins fljótt og aðstæður leyfa.

Sækja um greiðsluhlé á afborgunum 

Teiknuð mynd - ský og rigningardropar

Fréttir