Tökumst á við ástandið
– viðbrögð og úrræði í ljósi aðstæðna

Hér fyrir neðan er að finna gagnlegar upplýsingar sem snúa að lífeyrismálum og þjónustu Frjálsa vegna COVID-19.

Við bendum viðskiptavinum á að hægt er að hafa samband eftir þeim leiðum sem koma fram hér fyrir neðan eða í gegnum netspjall.

Fyrirframgreiðsla viðbótarsparnaðar

Hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 var að heimila fyrirframgreiðslur viðbótarsparnaðar að hámarki 12 milljónir. Um var að ræða sambærilegt úrræði og var í gildi á árunum 2009-2014 og gilti eingöngu um frjálsa séreign úr viðbótarsparnaði.

Umsóknartímabilið hófst apríl 2020 en umsóknarfrestur rann út 1. janúar 2021.

Fréttir