Ársfundur

og rafræn kosning í stjórn

Ársfundur Frjálsa verður haldinn miðvikudaginn 31. maí nk. kl. 17:15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.

 
Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn. Kosning til stjórnar og atkvæðagreiðslur um tillögur á ársfundinum fara eingöngu fram með rafrænum hætti.

Sjóðfélagar sem ekki mæta á fundinn geta fylgst með fundinum í gegnum vefstreymi og tekið þátt í rafrænum atkvæðagreiðslum um tillögur fundarins. Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum vefstreymi þurfa að skrá sig fyrir kl. 17:00 á ársfundardegi og munu þeir fá sendan hlekk á vefstreymið skömmu fyrir fundinn.

Sjóðfélagar eða umboðshafar þeirra sem mæta á ársfundinn eru minntir á að taka með sér skilríki með mynd og hvattir til að mæta tímanlega.

Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins tveimur vikum fyrir ársfund.

Upplýsingar um rafrænar kosningar má finna hér.

Upplýsingar um stjórnarkosningarnar og framboðsfrest má finna hér.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Kynning ársreiknings
  3. Kynning á niðurstöðu rafrænna stjórnarkosninga
  4. Tryggingafræðileg athugun
  5. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  6. Kjör endurskoðanda
  7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
  8. Laun stjórnarmanna
  9. Önnur mál

Skráning á ársfund eða vefstreymi

Upplýsingaefni

 

Stjórnarkosningar

Samkvæmt samþykktum Frjálsa skal stjórn sjóðsins skipuð sjö sjóðfélögum og þremur til vara, kosnum af sjóðfélögum.

Þrjú framboð bárust í tvö laus sæti í aðalstjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Í ljósi samsetningar þeirra stjórnarmanna sem sitja áfram í stjórn er ljóst að í aðalstjórn skal kjósa einn frambjóðanda af hvoru kyni eða tvær konur. Þar sem aðeins eitt framboð barst frá konu, Önnu Sigríði Halldórsdóttur, þá er hún sjálfkjörin.

Upplýsingar um frambjóðendur í stjórn sem þeir hafa sent sjóðnum má nálgast hér fyrir neðan með því að smella á kynningarbréfið. Þeir eru í stafrófsröð:

Anna Sigríður Halldórsdóttir: Kynningarbréf
Björn Ingi Victorsson: Kynningarbréf
Jóhann Viðar Ívarsson: Kynningarbréf / Kynningarmyndband

Eitt framboð barst í varastjórn, frá Lilju Bjarnadóttur, og er hún því sjálfkjörin.

Lilja Bjarnadóttir: Kynningarbréf

 

Rafræn kosning í aðalstjórn

Vakin er athygli á því að kosning til stjórnar fer eingöngu fram með rafrænum hætti. Rafræn kosning hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 og stendur yfir til kl. 17:00 á ársfundardegi miðvikudaginn 31. maí 2023. Nánari upplýsingar um rafrænu kosningarnar er að finna hér.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA.

Rafrænar atkvæðagreiðslur á ársfundi

 

Kjör endurskoðanda, kosning um tillögur um breytingar á samþykktum og laun stjórnarmanna munu fara fram með rafrænum hætti á ársfundinum.

Hlekkur á kosningar á ársfundi Frjálsa má finna hér.

Sjóðfélagi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli.

 

 

Kosning til stjórnar fer eingöngu fram með rafrænum hætti.

Rafræn kosning hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 og stendur yfir til kl. 17:00 á ársfundardegi miðvikudaginn 31. maí 2023.

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA.

Sjóðfélagi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli.

Niðurstaða rafrænnar kosningar verður kynnt á ársfundinum.

Upplýsingar um frambjóðendur eru að finna hér.

Nánar um rafrænar kosningar og atkvæðagreiðslur

Sjóðfélagi getur endurtekið og breytt kosningu að vild á meðan rafræn kosning er opin. Síðasta rafræna kosning sjóðfélaga er sú sem gildir. Hafi sjóðfélagi fengið umboð annars sjóðfélaga eftir að hafa kosið rafrænt þarf umboðshafi að kjósa aftur.

Frekari aðstoð er hægt að fá hjá lífeyrisráðgjafa í síma 444-6090.

Vefstreymi


Þeir sem vilja fylgjast með í gegnum vefstreymi þurfa að skrá sig fyrir kl. 17:00 á ársfundardegi og munu þeir fá sendan hlekk á vefstreymið skömmu fyrir fundinn.

Til upplýsinga verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins tekinn upp í hljóði og mynd. Sjóðfélagar, fulltrúar þeirra sem og aðrir þátttakendur geta því komið fram á slíkum upptökum. Upptökurnar fara fram og eru varðveittar í þeim tilgangi að skrá viðburðinn. Framkvæmd upptöku og varðveisla hennar felur í sér vinnslu persónuupplýsinga og er hún byggð á grundvelli lögmætra hagsmuna sjóðsins. Nánar upplýsingar um meðferð Frjálsa á persónuupplýsingum og réttindi þín má finna í persónuverndarstefnu sjóðsins.

Umboð


Kjósi sjóðfélagi að veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með atkvæðisrétt sinn í rafrænum kosningum vegna ársfundar sjóðsins er mælst til þess að notast sé við rafræna umboðsgjöf.  Umboð gilda bæði fyrir rafrænar kosningar til stjórnar og aðrar atkvæðagreiðslur á ársfundi. Sjóðfélagi sem hefur kosið í stjórnarkosningum getur ekki gefið umboð fyrir atkvæðagreiðslur á ársfundinum sjálfum.

Rafrænt umboð.

Geti sjóðfélagi ekki undirritað með rafrænum skilríkjum er mælst til þess að eftirfarandi form sé notað:

Skriflegt umboð.

Skrifleg umboð þurfa að berast sjóðnum á netfangið arsfundur@frjalsi.is eða í móttöku Arion banka, Borgartúni 19. Kjörskrá sjóðsins er uppfærð ekki síðar en í upphafi næsta dags eftir að umboð berst sjóðnum. Skrifleg umboð þurfa að berast sjóðnum með sannanlegum hætti eigi síðar en kl. 14:15 á ársfundardegi til að umboðshafi geti nýtt atkvæðarétt sinn.

 

 

Atkvæðavægi


Atkvæðamagn sjóðfélaga fer eftir inneign þeirra í séreignarsjóði við næstliðin mánaðamót og hlutfallslegri inneign í tryggingadeild við næstliðin áramót. Stjórnarmenn eru kosnir með meirihlutakosningu. Ef sjóðfélagi kýs einn frambjóðanda fara öll atkvæði sjóðfélaga til þess frambjóðanda. Ef merkt er við tvo eða fleiri fá þeir öll atkvæði sjóðfélagans óskipt.

Nánar er fjallað um fyrirkomulag kosninga í reglum Frjálsa lífeyrissjóðsins um framkvæmd ársfundar og rafræna atkvæðagreiðslu.

Frambjóðendur 

Upplýsingasíða fyrir frambjóðendur er aðgengileg hér fyrir neðan.

Opna upplýsingasíðu fyrir frambjóðendur

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins er að finna í reglum stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins um framkvæmd ársfundar og rafræna atkvæðagreiðslu