Frétt

Framlenging á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns

Framlenging á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns

Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns, sem gilda átti til 30. júní 2021 geta nú sótt um framlengingu á því til loka júní 2023. Þeir sem hafa áhuga á því að nýta sér úrræðið áfram þurfa að skrá sig inn á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is og staðfesta afstöðu sína fyrir 30. september 2021. Ef ekki er óskað eftir framlengingu fellur umsókn úr gildi frá og með 1. júlí 2021 og engar frekari greiðslur berast inn á lán.

Athugið, þetta á ekki við um einstaklinga sem eru í úrræðinu „fyrsta íbúð“.

Þeir sem ekki staðfesta afstöðu sína fyrir ofangreindan tíma geta þó hafið ráðstöfun að nýju með nýrri umsókn á tímabilinu en sú umsókn gildir þá einungis frá þeim mánuði sem hún berst RSK.

Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um framlenginguna á vefsvæði RSK.