Skyldulífeyrissparnaður

  • Allir starfandi einstaklingar á aldrinum 16-70 ára eiga að greiða í lífeyrissjóð.
  • Samkvæmt lögum er skylduiðgjald 12% af launum fyrir skatt og skiptist almennt í 4% framlag launþega og 8% framlag launagreiðenda og greiða sjálfstæðir atvinnurekendur hvort tveggja.
  • Samkvæmt kjarasamningi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) var mótframlag launagreiðanda hækkað úr 8% í 8,5% frá 1. júlí 2016, í 10% frá 1. júlí 2017 og mun hækka í 11,5% frá 1. júlí 2018. Hækkuninni er ráðstafað í frjálsa séreign. Hluti sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins fá greitt mótframlag samkvæmt lögum aðrir samkvæmt kjara- eða ráðningarsamningum.
  • Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinar kosti séreignar og samtryggingar og er góður kostur fyrir þá sem hafa val. 
  • Þú getur valið þér lífeyrissjóð ef kjara- eða ráðningarsamningur þinn kveður ekki á um annað.

Kostir þess að vera með skyldulífeyrissparnað í Frjálsa lífeyrissjóðnum

Aldurstengd réttindaávinnsla

Ávinnsla réttinda í samtryggingu er aldurstengd, því yngri sem sjóðfélagi er þegar hann greiðir iðgjald í sjóðinn, því hærri réttindi ávinnur hann sér. Því lengur sem iðgjöldin eru ávöxtuð, því hærra verður verðmæti þeirra. 

Hærri réttindaávinnsla

Réttindaávinnsla í samtryggingu er almennt meiri en hjá lífeyrissjóðum með aldurstengda réttindaávinnslu á almennum vinnumarkaði. Ástæðan er m.a. sú að örorkutíðni hefur verið mjög lág meðal sjóðfélaga sem leiðir til þess að almennt fá sjóðfélagar hærri ellilífeyri úr samtryggingu Frjálsa lífeyrissjóðsins en lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði miðað við að sjóðfélagar á sama aldri leggi fyrir sama iðgjald í samtryggingu sjóðanna. Örorku- og makalífeyrir getur einnig verið misjafn á milli sjóða.

Áhersla á gagnsæi

Sjóðurinn leggur áherslu á gagnsæi og góða upplýsingagjöf og birtir sundurliðun á eignum ársfjórðungslega. Markmiðið er að stuðla að gagnsæi svo sjóðfélagar geti sjálfir lagt mat á einstakar fjárfestingar sjóðsins.

Séreignarmyndun - sveigjanleiki í útgreiðslum

Með frjálsri séreign tryggirðu þér útgreiðslur strax eftir 60 ára aldur eða hærri útgreiðslur á fyrstu árunum eftir starfslok með því að taka hana út samhliða ellilífeyrisgreiðslum úr samtryggingu, allt eftir því hvað hentar þér.

Lífeyrissjóðslán

Sjóðfélagar geta sótt um hagstæð lífeyrissjóðslán til allt að 40 ára. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Val um fjárfestingarleiðir

Við inngöngu í Frjálsa lífeyrissjóðinn velur þú þá fjárfestingarleið fyrir séreign þína sem hæfir best aldri þínum, áhættuþoli, og viðhorfi til áhættu, hvort sem um er að ræða skyldu- eða viðbótarlífeyrissparnað. Nánar hér.

Val um samtryggingarleiðir

Við inngöngu í Frjálsa lífeyrissjóðinn velur þú þá samtryggingarleið sem hæfir best þeim áherslum sem þú vilt leggja á tryggingavernd, sveigjanleika í útgreiðslum og erfanleika í skyldulífeyrissparnaði þínum. Nánar hér.

Lífeyrissparnaður er í umsjá sérfræðinga

Sérfræðingar í Eignastýringu Arion banka sjá um daglega stýringu eigna. Þar starfar úrvalslið sérfræðinga sem hefur það að markmiði að ávaxta fjármuni á sem hagkvæmastan hátt. Samstillt teymisvinna og þekking eru lykillinn að góðum árangri.

Innheimtuþjónusta iðgjalda

Arion banki býður skilvirka innheimtu á vangreiddum iðgjöldum af hálfu launagreiðanda, sem minnkar líkur á að dýrmæt inneign og lífeyrisréttindi þín tapist.

Samtrygging

Í samtryggingu mynda iðgjöld ekki sjálfstæða erfanlega eign heldur veita þau ákveðin réttindi. Iðgjöldin greiðast í sameiginlegan sjóð og sumir fá meira úr honum en þeir hafa lagt til, aðrir minna, svipað og tíðkast með aðrar tryggingar.

Samtrygging tryggir þér elli-, maka-, barna- og örorkulífeyri og eru réttindi til lífeyris óháð kyni, heilsufari, hjúskaparstöðu og fjölskyldustærð.  

Séreign

Séreign er sá hluti skylduiðgjalds sem erfist að fullu og skiptist í frjálsa og bundna séreign með mismunandi hætti eftir samtryggingarleiðum. Einnig renna öll iðgjöld viðbótarlífeyrissparnaðar í frjálsa séreign.

Með frjálsri séreign tryggirðu þér útgreiðslur strax eftir 60 ára aldur eða hærri útgreiðslur á fyrstu árunum eftir starfslok með því að taka hana út samhliða ellilífeyrisgreiðslum úr samtryggingu, allt eftir því hvað hentar þér þegar þar að kemur.

Séreignin er einn af ótvíræðum kostum Frjálsa lífeyrissjóðsins og fékk hann m.a. verðlaun IPE fyrir uppbyggingu sjóðsins.

Samtryggingarleiðir

Við inngöngu í Frjálsa lífeyrissjóðinn velur þú þá samtryggingarleið sem hæfir best þeim áherslum sem þú vilt leggja á tryggingarvernd, sveigjanleika í útgreiðslum og erfanleika í skyldulífeyrissparnaði þínum. Tvær leiðir eru í boði, nánar hér.

Fjárfestingarleiðir

Við inngöngu í Frjálsa lífeyrissjóðinn velur þú þá fjárfestingarleið fyrir séreign þína sem hæfir best aldri þínum, áhættuþoli og viðhorfi til áhættu, hvort sem um er að ræða skyldu- eða viðbótarlífeyrissparnað. Fjárfestingarleiðir Frjálsa lífeyrissjóðsins eru fjórar, auk Ævilínu. Nánar hér.

Fáðu aðstoð

Lífeyrisþjónusta Arion banka veitir faglega og skjóta þjónustu varðandi allt sem tengist lífeyrismálum. Hafðu samband. 

Lífeyrisreiknivél

Með því að nota lífeyrisreiknivélina getur þú sett upp dæmi um lífeyrissparnað með mismunandi forsendum, t.d. launum, lengd innborgunartímabils eða aldri við töku lífeyris. Þannig sérðu hve há inneign þín og lífeyrisgreiðslur verða við starfslok.

Ítarleg yfirlit

Þú færð ítarleg yfirlit send tvisvar á ári með upplýsingum um inneign, réttindi, hreyfingar og ávöxtun.

Staða þín í Netbanka Arion banka

Í Netbanka Arion banka getur þú fylgst með stöðu og hreyfingum sjóðsins hvenær sem er. Þar eru einnig nýjustu upplýsingar um innborganir en mikilvægt er að bera yfirlit saman við launaseðla til að ganga úr skugga um að gerð hafi verið skil á öllum iðgjöldum og þau bókuð í rétta fjárfestingarleið. Þú getur óskað eftir aðgangi að netbankanum í næsta útibúi Arion banka gegn framvísun persónuskilríkja. Í Netbanka Arion banka er jafnframt hægt að afpanta póstsend pappírsyfirlit.

Lífeyrisfréttabréf

Reglulega eru gefin út rafræn fréttabréf um Frjálsa lífeyrissjóðinn, ávöxtun sjóðsins og fleira sem tengist rekstri hans, auk nýjunga í lífeyrissparnaði. Þú getur skráð þig á póstlistann hér

Innheimtuþjónusta iðgjalda

Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður skilvirka þjónustu á vangreiddum iðgjöldum af hálfu launagreiðanda, sem minnkar líkur á að dýrmæt inneign og lífeyrisréttindi þín tapist.

Til baka