Lífeyrissjóðslán 

Til að fá lán þarftu að eiga séreign eða réttindi í sjóðnum sem myndast hefur með greiðslu skylduiðgjalds eða viðbótariðgjalds í sjóðinn.

Þú getur blandað saman lánsformum til að ná fram þeirri samsetningu sem fellur best að óskum þínum og greiðslugetu. 

Verðtryggð lán
með breytilegum vöxtum
Verðtryggð lán
með föstum vöxtum
Óverðtryggð lán
með föstum vöxtum til 3ja ára í senn
 • Vextir 3,46%
 • Vaxtabreyting á 3ja mán. fresti
 • Lánstími 5-40 ár
 • Hámark 20 m. kr. f. einstakling
 • Hámark 40 m. kr. f. hjón/einstaklinga í óvígðri sambúð*
 • Jafngreiðslur/jafnar afborganir
 • Lántökugjald 75.000 kr.
 • Ekkert uppgreiðslugjald
 • Vextir 3,75%
 • Vextir fastir út lánstíma
 • Lánstími 5-40 ár
 • Hámark 20 m. kr.
 • Hámark 40 m. kr. f. hjón/einstaklinga í óvígðri sambúð* 
 • Jafngreiðslur/jafnar afborganir
 • Lántökugjald 75.000 kr.
 • Ekkert uppgreiðslugjald
 • Vextir 5,69%
 • Vextir fastir til 3ja ára í senn
 • Lánstími 5-40 ár
 • Hámark 20 m. kr.
 • Hámark 40 m. kr. f. hjón/einstaklinga í óvígðri sambúð* 
 • Jafngreiðslur/jafnar afborganir
 • Lántökugjald 75.000 kr.
 • Ekkert uppgreiðslugjald

*Skilyrði að báðir einstaklingar séu sjóðfélagar 

Veðsetning og vextir

 • Veðsetning grunnlána getur verið allt að 65% af markaðsvirði eignar.
 • Viðbótarlán er sá hluti láns sem er á bilinu 65-75% af markaðsvirði eignar.
 • Veðsetning getur aldrei verið hærri en 100% af brunabótamati og lóðarmati.
 • Viðbótarlán bera vaxtaálag ofan á vexti grunnlána sem er ákveðið af stjórn sjóðsins, nú 0,65 prósentustig
 • Fari lánsfjárhæð yfir 65% veðhlutfall er gerð krafa um að lán sjóðsins sé á 1. veðrétti og viðbótarlán á 2. veðrétti
 • Allar nánari upplýsingar er að finna í lánareglum sjóðsins

Móttaka og afgreiðsla umsókna 

 • Fjármálaráðgjafar Arion banka Bíldshöfða 20, Borgartúni 18 og Smáratorgi 3 afgreiða lánsumsóknir. 
 • Leita má upplýsinga í næsta útibúi Arion banka ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins.
 • Fylgigögn má senda á netfangið arionbanki@arionbanki.is
Til baka