Frétt

Breyting á fyrirkomulagi framkvæmdastjórnar og innri endurskoðunar

Breyting á fyrirkomulagi framkvæmdastjórnar og innri endurskoðunar

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið í samráði við rekstraraðila sjóðsins, Arion banka, að breyta fyrirkomulagi framkvæmdastjórnar frá og með 1. apríl 2019. Í stað þess að rekstraraðili tilnefni starfsmann sinn sem framkvæmdastjóra sjóðsins, eins og verið hefur frá stofnun, þá mun framkvæmdastjóri Frjálsa vera starfsmaður sjóðsins og ráðinn af stjórn hans. Af því tilefni hefur verið undirritaður nýr rekstrarsamningur á milli Frjálsa og rekstraraðila.  

Ástæða þessara breytinga er m.a að skerpa á sjálfstæði sjóðsins og framkvæmdastjóra gagnvart rekstraraðila og minnka orðsporsáhættu sem rekstrarfyrirkomulagið getur haft í för með sér. Samið hefur verið við Arnald Loftsson um að hann verði áfram framkvæmdastjóri Frjálsa og er ráðningarsambandi hans við rekstraraðila lokið.

Innri endurskoðun Frjálsa hefur verið í höndum innri endurskoðunar rekstraraðilans. Samhliða breytingum á fyrirkomulagi framkvæmdastjórnar hefur stjórn sjóðsins ákveðið að fela innri endurskoðun sjóðsins endurskoðunarfélagi. Vinnur stjórn sjóðsins að því í samráði við endurskoðunarnefnd að semja við endurskoðunarfélag um að sjá um innri endurskoðun sjóðsins.