Frétt

Samanburður á ávöxtun lífeyrissjóða vandmeðfarinn

Samanburður á ávöxtun lífeyrissjóða vandmeðfarinn

Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta Arion banka, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. janúar sl. og bar yfirskriftina Samanburður á ávöxtun lífeyrissjóða vandmeðfarinn.

Í greininni fjallar Hjörleifur m.a. um mismunandi uppbyggingu lífeyrissjóða, ólíkar uppgjörsaðferðir og sameiningar sjóða sem gera samanburð á ávöxtun samtryggingadeild lífeyrissjóða flókinn og vandmeðfarinn. Greinin er skrifuð í kjölfar þess að nýverið voru birtar niðurstöður samanburðar á langtímaávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða en á vef Frjálsa hefur verið birt frétt um málið Meðalraunávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins 3,5% sl. 21 ár. Í grein Hjörleifs er farið yfir kosti og galla aðferðafræði skýrsluhöfunda ásamt því að vakin er athygli á öðrum þáttum sem hafa áhrif á lífeyri sjóðfélaga, eins og örorkubyrði og kynjasamsetningu sjóðfélaga lífeyrissjóða.

Grein Hjörleifs má finna hér fyrir neðan.

Samanburður á ávöxtun lífeyrissjóða vandmeðfarinn

Einnig má finna hana ásamt öðru greinum í efnisveitu Frjálsa undir útgefið efni.

Skoða efnisveitu Frjálsa