FréttirFrettirTrueFalseFalseFalse/forsida/um-sjodinn/frettir/Um sjóðinnUm-sjodinnTrueFalseFalseFalse/default.aspx?PageID=b1b8d882-dd1f-11e8-9478-d8d385b7cb54
Um sjóðinn

08.12.2017 19:23

Besti lífeyrissjóður lítilla Evrópuþjóða

Það er með miklu stolti sem við greinum frá því að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur hlotið verðlaun fyrir að vera valinn besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með færri en eina milljón íbúa. Er það fagtímaritið Investment Pension Europe, eitt virtasta tímarit Evrópu um lífeyrismál, sem stendur fyrir valinu á ári hverju.

Eru þetta elleftu verðlaunin sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur fengið frá IPE frá árinu 2005 en það er mesti fjöldi verðlauna sem íslenskum lífeyrissjóði hefur hlotnast.

Í umsögn dómnefndar kom meðal annars fram að kannanir sýndu ánægju sjóðfélaga með rekstur og þjónustu sjóðsins og að það fyrirkomulag að ráðstafa skylduiðgjaldi í samtryggingu og séreign byði upp á sveigjanlega útgreiðslumöguleika.

Ávöxtun sjóðsins hefur verið mjög góð sl. 12 mánuði:

   Nafnávöxtun  Raunávöxtun
 Frjálsi 1  7,4%  5,5%
 Frjálsi 2  7,1%  5,2%
 Frjálsi 3  7,0%  5,1%
 Frjálsi áhætta  6,3%  4,4%

Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að finna hér.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er með rúmlega 55 þúsund sjóðfélaga og eru eignir sjóðsins rúmlega 200 milljarðar króna. Sjóðurinn er einn fárra lífeyrissjóða sem býður sjóðfélögum að ráðstafa hluta af 12% skylduiðgjaldi sínu í séreignarsjóð. Hann hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skylduiðgjald og jafnframt þeim sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað.
 

Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, tekur við verðlaunum Frjálsa sem besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með færri en 1 milljón íbúa.
 

Til baka


18.09.2018 09:17

Sjóðfélagayfirlit

25.09.2017 16:57

Sjóðfélagayfirlit

07.07.2017 15:07

Hækkun mótframlags

03.04.2017 10:28

Yfirlit sjóðfélaga

10.10.2016 14:51

Yfirlit sjóðfélaga

09.10.2014 11:24

Frjalsi.is - nýtt lén

17.09.2014 13:37

Lánareglur rýmkaðar

12.06.2014 16:01

Ársfundargerð 2014

27.01.2014 12:39

Ávöxtun 2013

31.10.2013 12:07

Ný lög um neytendalán

14.05.2013 11:57

Ársfundargerð 2013

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira