Spurt og svaraðSpurt og svarað um skyldu- og viðbótarlífeyrissparnaðSpurt-og-svaradTrueFalseFalseFalse/forsida/skyldusparnadur/spurt-og-svarad/SkyldusparnaðurSkyldusparnadurTrueFalseFalseFalse/forsida/skyldusparnadur/truetruefalse
Skyldusparnaður

Spurt og svarað um skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað

Hækkað mótframlag samkvæmt SALEK

Viðbótarlífeyrissparnaður

 • 1. Hvernig geri ég samning um viðbótarlífeyrissparnað?
  Þú getur gengið frá samningi hér eða nýtt þér þjónustu okkar, nánar hér.
 • 2. Hverjir eru helstu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar?

  Mótframlag launagreiðenda er mikill kostur. Sá sem er ekki með viðbótarlífeyrissparnað er í raun að hafna þeirri launahækkun sem felst í mótframlaginu. Skattahagræði getur verið umtalsvert því viðbótarlífeyrissparnaður er frádráttarbær frá tekjuskattstofni við innborgun, tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu. Þessi tekjuskattfrestun getur komið sér vel. Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur eða erfðafjárskattur af viðbótarlífeyrissparnaði. Viðbótarlífeyrissparnaður er þín séreign sem erfist að fullu. Það er ekki hægt að gera fjárnám í lífeyrissparnaði, veðsetja hann eða framselja, enda er honum ætlað að tryggja framfærslu eftir starfslok eða við orkutap. Sparnaðarformið er einkar þægilegt þar sem launagreiðandi sér um greiðslurnar. Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist greiðslur og innheimtuþjónusta er frí. Það er óhætt að segja að viðbótarlífeyrissparnaður sé einföld og hagkvæm leið til að auka fjárhagslegt sjálfstæði. Síðustu ár hefur ríkisstjórnin bætt við nýjum leiðum s.s. til greiðslu séreignar inn á lán, til húsnæðissparnaðar og 1. júlí 2017 munu taka gildi ný lög um fyrstu fasteign, nánar hér

 • 3. Hve hátt hlutfall launa má greiða í viðbótarlífeyrissparnað?
  Auk lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóð er hægt að greiða viðbótariðgjald í séreignarsjóð. Þú getur lagt fyrir allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú leggur fyrir 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað færð þú 2% mótframlag frá launagreiðanda skv. flestum kjarasamningum. Dæmi eru um að launþegar geti samið við launagreiðendur sína um hærra mótframlag, sjá umfjöllun um það hér neðar á síðunni.
 • 4. Má greiða meira en 4% launa í viðbótarlífeyrissparnað?
  Nei, launþegar mega að hámarki ráðstafa 4% af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað samkvæmt heimilidum í skattalögum. Ef hærra framlagi launþega er ráðstafað til viðbótarlífeyrissparnðar en heimilað er í skattalögum veldur það tvísköttun og það ber að varast. Lífeyrissparnaðurinn væri þá skattlagður bæði við innborgun og útgreiðslu og það er ekki hagkvæmt. Það eru hins vegar dæmi um að launþegar geti samið við launagreiðendur sína um hærra mótframlag, sjá umfjöllun um það það hér neðar á síðunni.
 • 5. Get ég valið hvar ég ávaxta viðbótarlífeyrissparnað?
  Þú hefur frjálst val um hvar þú ávaxtar þinn viðbótarlífeyrissparnað. Þú þarft ekki að greiða hann í sama sjóð og þú greiðir skyldulífeyrissparnaðinn þinn. Til viðbótar við lífeyrissjóði er bönkum, verðbréfafyrirtækjum og líftryggingafélögum heimilt að ávaxta viðbótarlífeyrissparnað.
 • 6. Er séreign aðfararhæf?
  Nei, séreign er ekki aðfararhæf og því ekki hægt að ganga að henni vegna fjárhagslegra skuldbindinga.

Skyldulífeyrissparnaður

 • 1. Hvernig sæki ég um skyldulífeyrissparnað í Frjálsa lífeyrissjóðnum?
  Þú getur sjálf/ur gengið frá umsókn um skyldulífeyrissparnað hér, eða nýtt þér þjónustu okkar hér.
 • 2. Er skylda að greiða skyldulífeyrissparnað í lífeyrissjóð?

  Já, lögum samkvæmt skulu allir starfandi einstaklingar greiða í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára aldurs. Skattayfirvöld hafa eftirlit með því að það sé gert. Með greiðslu í lífeyrissjóð ávinnur þú þér verðmæt réttindi á ellilífeyri til æviloka auk þess að ávinna þér örorku- og barnalífeyri við starfsorkumissi og maka- og barnalífeyri við fráfall.

 • 3. Get ég valið mér lífeyrissjóð?
  Þú getur valið þér lífeyrissjóð ef skylduaðild að öðrum lífeyrissjóði kemur ekki fram í kjarasamningi eða ráðningarsamningi sem þú ert aðili að. Hafðu samband við samtök vinnuveitenda eða stéttarfélag þitt ef þú ert í vafa. Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa yfirleitt frjálst val um lífeyrissjóð.
 • 4. Hvað er samtrygging?

  Iðgjöld í samtryggingu renna í sameiginlegan sjóð sem sumir fá meira úr en þeir hafa lagt til, aðrir minna, líkt og gildir um almennar tryggingar. Samtrygging veitir réttindi til elli-, maka-, barna- og örorkulífeyris.

 • 5. Hvað er bundin séreign?

  Bundin séreign verður eingöngu til í Erfanlegu leiðinni í Frjálsa lífeyrissjóðnum, en hluti af skylduiðgjaldinu í Erfanlegu leiðinni myndar bundna séreign sem er greidd út vegna aldurs og andláts sjóðfélaga. Bundin séreign erfist að fullu. Sjá útgreiðslureglur hér

 • 6. Hvert er lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð?
  • Skyldulífeyrissparnaður skal nema 12% af tekjum fyrir skatt. Samkvæmt flestum kjarasamningum er framlag launagreiðanda 8% og framlag launþega 4%. Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða hvort tveggja.
  • Sumir kjarasamningar kveða á um hærra mótframlag frá launagreiðanda, dæmi um það er SALEK samkomulag aðilarfélaga ASÍ og fleiri við SA, en samkvæmt því hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð úr 8% í 8,5% frá júlí 2016, í 10% í júlí 1017 og í 11,5% í júlí 2018, nánar hér.
  • Dæmi eru um að launþegar semji um hærra mótframlag frá launagreiðanda, sjá umfjöllun neðar á síðunni. 
  • Sjá undantekningar frá iðgjaldsstofni í 3. gr. laga nr. 129/1997.
  • Samhliða lífeyrisiðgjöldum greiða launagreiðendur 0,10% í VIRK starfsendurhæfingarsjóð.
 • 7. Þarf að huga sérstaklega að tryggingum fyrstu 3 árin sem maður greiðir í lífeyrissjóð?

  Já, það tekur 3 ár að öðlast rétt til framreiknings á örorku- og makalífeyri og því sérlega mikilvægt að huga að tryggingum fyrstu 3 ár á vinnumarkaði. 

 • 8. Get ég sameinað lífeyrisréttindi mín, sem nú eru í mörgum lífeyrissjóðum, í einn lífeyrissjóð?
  Nei, það er ekki hægt. Þú getur hins vegar séð öll þau lífeyrisréttindi sem þú hefur áunnið þér á starfsævinni í Lífeyrisgáttinni, nánar hér
 • 9. Hvað er VIRK og hvert er hlutverk VIRK?
  • VIRK er starfsfendurhæfingarsjóður sem mótar, samþættir og hefur eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa, nánar hér.
  • VIRK iðgjaldið er 0,10% frá og með 1. janúar 2016 en var áður 0,13% af heildarlaunum starfsmanna.
  • Öllum launagreiðendum er skylt að greiða iðgjald vegna starfsmanna sinna í VIRK, starfsendurhæfingarsjóð. Gildir einnig um sjálfstæða atvinnurekendur.
  • Iðgjaldið er greitt í hverjum mánuði til þess lífeyrissjóðs sem skyldulífeyrissparnaður er greiddur til. Gildir ekki um viðbótarlífeyrissparnað.
  • Lífeyrissjóðurinn sér um að ráðstafa iðgjaldinu til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Nánar hér
  • Lífeyrissjóðir hafa séð um innheimtu fyrir VIRK síðan 1. september 2011.

Gildir bæði um skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað

 • 1. Má launagreiðandi greiða hærra en hefðbundið mótframlag?
  Launagreiðenda er heimilt að greiða í mótframlag sem nemur 12% af launum + 2.000.000 kr. árlega fyrir hvern launþega, samtals í skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað. Iðgjald launagreiðanda getur verið hærra hafi verið samið um það í kjarasamningum eða bundið í lög. Ef iðgjald launagreiðanda fer umfram þessi mörk telst það til tekna hjá launþega og verður skattlagt sem slíkt. Almennt greiðir launagreiðandi mótframlag sem nemur 8% af launum í skyldulífeyrissparnað og 2% af launum viðbótarlífeyrissparnað, samtals 10% launa. Þannig geta flestir launagreiðendur greitt 2% af launum til viðbótar til lífeyrissparnaðar + 2.000.000 kr. Launagreiðendur hafa því yfirleitt skattalegt svigrúm til að hækka mótframlag til lífeyrissparnaðar, ef samningsvilji er fyrir hendi. Það er því umhugsunarvert fyrir launþega að láta á það reyna að semja við launagreiðendur sína til framtíðar um hærra mótframlag til viðbótarlífeyrissparnaðar í stað hefðbundinnar launahækkunar. Með því móti nýtur launþegi góðs af þeim hagstæðu skattareglum sem gilda um viðbótarlífeyrissparnað. Þetta er sérstaklega hagkvæmt fyrir þá sem greiða hluta tekjuskatts núverandi launa í hæsta skattþrep, en reikna með að eftirlaunin fari í lægra skattþrep. Þannig er möguleiki á lægri heildartekjuskattgreiðslum. Sjálfstæðir atvinnurekendur nýta gjarna þennan kost.
 • 2. Hvað er frjáls séreign?
  Hluti skylduiðgjalds í Frjálsu leiðinni og Erfanlegu leiðinni í Frjálsa lífeyrissjóðnum rennur í frjálsa séreign. Einnig renna öll iðgjöld viðbótarlífeyrissparnaðar í frjálsa séreign. Séreign erfist að fullu og er einn af ótvíræðum kostum Frjálsa lífeyrissjóðsins og hefur hann m.a. fengið verðlaun fyrir uppbyggingu sjóðsins. Hægt er að velja milli fjögurra fjárfestingarleiða, auk Ævilínu fyrir séreign. Með frjálsri séreign tryggirðu þér útgreiðslur strax eftir 60 ára aldur eða hærri útgreiðslur á fyrstu árunum eftir starfslok með því að taka hana út samhliða ellilífeyrisgreiðslum úr samtryggingu, allt eftir því hvað hentar þér þegar þar að kemur. Frjáls séreign er greidd út vegna aldurs, örorku eða andláts sjóðfélaga.
 • 3. Hvað kostar að flytja frjálsa séreign og hver greiðir kostnaðinn?
  • Kostnaður vegna flutnings séreignar til Frjálsa lífeyrissjóðsins frá öðrum lífeyris- og séreignarsjóðum er sjóðfélaga að kostnaðarlausu. Frjálsi lífeyrissjóðurinn greiðir kostnaðinn.Sjá verðskrá sjóðsins hér
  • Kostnaður vegna flutnings séreignar á milli lífeyris- og séreignarsjóða í rekstri Arion banka þ.e. Frjálsa og Lífeyrisauka, er 0,5% af fluttri fjárhæð, en að lágmarki 5.000 kr. Sjóðfélagi ber sjálfur þann kostnað. Sjá verðskrá sjóðsins hér.
  • Sjóðfélagi getur flutt séreign milli fjárfestingarleiða innan sjóðsins sér að kostnaðarlausu. Sjá fjárfestingarleiðir sjóðsins hér.
 • 4. Hvernig er rekstarform lífeyris- og séreignarsjóða í vörslu Arion banka?
  Arion banki er vörsluaðili sjóðanna en rekstur þeirra er aðskilinn rekstri bankans. Séreign sjóðfélaga er aðskilin eignum bankans og því ekki hægt að ráðstafa henni upp í skuldbindingar bankans.
 • 5. Get ég tryggt mér lágmarkslífeyri með því að vera með viðbótarlífeyrissparnað?
  Nei, til að tryggja lágmarkslífeyri verður að greiða skyldulífeyrissparnað í lögbundinn lífeyrissjóð t.d. Frjálsa lífeyrissjóðinn.
 • 6. Má ég veðsetja lífeyrissparnaðinn minn?
  Nei, ekki er leyfilegt að veðsetja lífeyrissparnað.
 • 7. Hver er uppsagnarfrestur viðbótarlífeyrissparnaðar?
  Með lagabreytingu 2008 styttist uppsagnarfrestur viðbótarlífeyrissparnaðar úr 6 mánuðum í 2 mánuði. Sama gildir um flutning séreignar á milli sjóða.
 • 8. Get ég fylgst með að launagreiðandi minn standi í skilum með iðgjöld?
  Við hvetjum þig til að bera launaseðilinn saman við lífeyrisyfirlitið sem er aðgengilegt í Netbanka Arion banka, og auk þess heimsent í pósti tvisvar á ári. Aðgangur að Netbanka Arion banka fæst í næsta útibúi gegn framvísun persónuskilríkja. Ef um vangreiddan lífeyrissparnað er að ræða getur þú haft samband við launagreiðanda þinn eða óskað eftir því að við sjáum um innheimtuna fyrir þig, í síma 444 6500 eða á lifeyristhjonusta@arionbanki.is. 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira