Greiðsluhlé vegna afborgana lána

Frjálsi lífeyrissjóðurinn mun koma til móts við þá sjóðfélaga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum lána vegna Covid-19. Til að auðvelda sjóðfélögum að takast á við mögulegar áskoranir framundan býðst þeim að gera hlé á afborgunum lána í allt að þrjá mánuði.

Með greiðsluhléi eru afborganir lána frystar í þrjá mánuði, þ.e. ekki þarf að greiða af láninu næstu þrjá mánuði eftir undirritun. Afborganir og vextir lána leggjast á meðan á höfuðstól lánsins til hækkunar á því. Þessi hækkun á höfuðstól leiðir til hærri afborgana af láninu eftir að greiðsluhléi lýkur.

Ef þörf er á frekari sveigjanleika er farið yfir málin með hverjum og einum.

Í ljósi aðstæðna hvetjum við sjóðfélaga til að nýta rafrænar leiðir til þess að hafa samband.

Vinsamlegast fylltu út formið hérna fyrir neðan. Skrá þarf skuldfærslureikning vegna kostnaðar við þinglýsingu og veðbók.

Við munum hafa samband eins fljótt og aðstæður leyfa.

Sækja um greiðsluhlé á afborgunum 

Teiknuð mynd - ský og rigningardroparTeiknuð mynd - ský og rigningardropar

Fréttir

Þjónustuleiðum fjölgað á ný

08. maí 2020

Frjálsi leggur ávallt áherslu á að tryggja sjóðfélögum sínum faglega og skjóta þjónustu og vill koma á framfæri þakklæti fyrir hve vel sjóðfélagar hafa aðlagast þeim breytingum sem gerðar hafa verið á...

Lesa meira