Frétt

Frjálsi hefur fengið flest alþjóðleg verðlaun á meðal íslenskra lífeyrissjóða

Frjálsi hefur fengið flest alþjóðleg verðlaun á meðal íslenskra lífeyrissjóða

Árlega veitir Investment Pension Europoe (IPE), eitt virtasta tímarit Evrópu um lífeyrismál, verðlaun til lífeyrissjóða sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði.

Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum og fjölda undirflokka. Sem dæmi má nefna landa- og svæðisverðlaun ásamt þemaverðlaunum. Undirflokkar þemaverðlauna eru m.a. uppbygging sjóða, fjárfestingar á nýmörkuðum, ábyrgar fjárfestingar, áhættustýring sjóða og tæknilausnir. Lífeyrissjóðir frá fjölda landa í Evrópu senda ár hvert umsóknir inn í keppnina í mismunandi flokkum. Allt að 100 sérfræðingar frá löndum víðsvegar í Evrópu taka þátt í að úrskurða sigurvegara.

Frjálsi hefur tekið þátt í keppninni frá árinu 2004 og hefur 14 sinnum unnið verðlaun sem er mesti fjöldi verðlauna á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Sjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með færri en milljón íbúa, besti lífeyrissjóður á Íslandi og þegar sjóðurinn var minni en 1 milljón evra fékk hann verðlaun sem besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki. Í gegnum tíðina hefur Frjálsi fengið verðlaun fyrir m.a. uppbyggingu sjóðsins, eignastýringu, ábyrgar fjárfestingar, gagnsæi og tæknilausnir.

Verðlaunin og tilnefningarnar sem Frjálsi hefur hlotið í gegnum árin eru mikil viðurkenning fyrir sjóðinn og hvatning fyrir starfsfólk til að gera enn betur fyrir sjóðfélaga.

Nánari upplýsingar um IPE verðlaunin má finna hér.
 

Sækja um skyldusparnað Sækja um viðbótarsparnað