Frétt

Úrræði um ráðstöfun á viðbótarsparnaði framlengt

Úrræði um ráðstöfun á viðbótarsparnaði framlengt

Síðasti dagur til að staðfesta áframhaldandi þátttöku í úrræðinu um ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á lán er í dag, 30. september 2019.

Athugið að ef ráðstöfun er ekki framlengd fellur hún úr gildi frá og með 1. júlí 2019. Þeir sem staðfesta framlengingu fyrir 30. september nk. fá þá greidd inn á lánið sitt uppsöfnuð iðgjöld frá og með launatímabilinu júlí 2019. Eftir 30. september virkjast ráðstöfun einungis aftur frá þeim mánuði þegar ný umsókn berst RSK og uppsöfnuð iðgjöld eru þá ekki greidd inn á lánið.

Til að staðfesta áframhaldandi þátttöku þarf að skrá sig inn á leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur.
Athugið að þau sem nýta sér úrræði vegna kaupa á fyrstu eign þurfa ekki að aðhafast neitt vegna þessa.