Frétt

Metfjöldi sjóðfélaga á 40 ára afmælisárinu

Metfjöldi sjóðfélaga á 40 ára afmælisárinu

Rekstrarniðurstöður Frjálsa fyrir árið 2018 liggja nú fyrir en sjóðurinn fagnaði 40 ára afmæli á árinu. Ánægjulegt er að greina frá því að aldrei hafa fleiri einstaklingar valið að greiða í sjóðinn og sjóðurinn er stærri en nokkru sinni fyrr. Frjálsi hefur vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið í áraraðir og er sjóðurinn 5. stærsti lífeyrissjóður landsins. Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að Frjálsi er opinn lífeyrissjóður sem öllum er frjálst en enginn skyldugur að greiða til.   

Helstu niðurstöður ársuppgjörs Frjálsa voru eftirfarandi: 

  • Hrein eign Frjálsa í lok árs 2018 var 237 milljarðar kr.
  • Á árinu greiddu 22.730 sjóðfélagar um 19,5 milljarða kr. iðgjöld til sjóðsins og hefur fjöldi greiðandi sjóðfélaga og fjárhæð iðgjalda í sjóðinn aldrei verið hærri.
  • Á árinu fengu 3.536 lífeyrisþegar greitt úr sjóðnum um 3 milljarða kr.
  • Árið 2018 einkenndist af töluverðum sveiflum í ávöxtun en fjárfestingartekjur sjóðsins námu 11,3 milljörðum. Nafnávöxtun séreignadeilda sjóðsins var á bilinu 4,3% til 7,1% og 5 ára meðaltal nafnávöxtunar var 5,3% til 6,3%.
  • Tryggingadeildin skilaði 5,6% nafnávöxtun m.v. markaðsvirði og 5 ára meðaltal nafnávöxtunar var 6,3%. Tryggingafræðileg staða tryggingadeildar sjóðsins hækkaði um 0,2% milli ára. Staðan er traust en eignir umfram heildarskuldbindingar í lok árs voru 2,1%.
  • Frjálsi var valinn í fimmta sinn besti lífeyrissjóður Evrópu á meðal Evrópuþjóða með færri en milljón íbúa af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Frá árinu 2005 hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn fengið 12 verðlaun frá IPE sem er mesti fjöldi verðlauna sem íslenskum lífeyrissjóði hefur hlotnast.  

Áhugasamir geta kynnt sér niðurstöður ársuppgjör sjóðsins nánar í ársreikningi Frjálsa

Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins og þróun markaða árið 2018 er að finna hér.