Frétt

Frjálsi lífeyrissjóðurinn í 40 ár

Frjálsi lífeyrissjóðurinn í 40 ár

Ásdís Eva Hannesdóttir, stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 23. febrúar sl. sem bar yfirskriftina "Frjálsi lífeyrissjóðurinn í 40 ár".

Í greininni fer Ásdís yfir góðan árangur Frjálsa en sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega meira en íslenska lífeyriskerfið í áraraðir og er í dag fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með um 237 milljarða í hreina eign, 58 þúsund sjóðfélaga og yfir 3,5% samanlagða raunávöxtun í samtryggingar- og séreignardeild skyldulífeyrissparnaðar.

Ásdís fer einnig yfir valfrelsi sjóðfélaga Frjálsa, en þeim býðst að velja á milli tveggja skyldusparnaðarleiða, fjögurra fjárfestingarleiða og frá og með næsta ársfundi sjóðsins verða allir stjórnarmenn kosnir af sjóðfélögum.

Greinina má lesa í heild sinni með því að opna PDF skjalið hér fyrir neðan.

 Frjálsi lífeyrissjóðurinn í 40 ár