Frétt

Greinar eftir framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins

Greinar eftir framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins

Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, skrifaði greinar sem hafa birst að undanförnu í Morgunblaðinu. Önnur greinin var birt fimmtudaginn 25. október sl. og bar yfirskriftina „Aukið frelsi í lífeyrismálum jákvætt fyrir sjóðfélaga“ en hin greinin var birt fimmtudaginn 22. nóvember sl. og bar yfirskriftina „Ein af stóru ákvörðununum“.

Í fyrri greininni fer Arnaldur m.a. yfir kosti og galla hinnar svokölluðu tilgreindu séreignar sem launþegum á samningssviði ASÍ og SA er frjálst að greiða í séreignarsjóð að eigin vali. Einnig fer hann yfir kröfu VR í komandi kjarasamningaviðræðum þess efnis að breyta tilgreindu séreigninni yfir í frjálsa séreign þannig að hún verði alveg laus til útborgunar við 60 ára aldur sjóðfélaga. Samkvæmt greininni myndi slík breyting veita sjóðfélögum aukið frelsi og sveigjanlegri útgreiðslumöguleika á lífeyrissparnaði sínum.  

Í síðari greininni fer Arnaldur m.a. yfir ástæður þess að val á lífeyrissjóði getur haft veruleg áhrif á lífskjör sjóðfélaga að lokinni starfsævi. Jafnframt er fjallað um uppbyggingu nokkurra lífeyrissjóða sem bjóða sjóðfélögum að ráðstafa hluta af skylduiðgjaldi sínu í séreign en Frjálsi lífeyrissjóðurinn er sá opni sjóður sem býður upp á hæsta hlutfall séreignar úr skyldusparnaði.  

Greinar Arnaldar má finna hér fyrir neðan.

 Aukið frelsi í lífeyrismálum jákvætt fyrir sjóðfélaga 

 Ein af stóru ákvörðununum